Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 17:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Breiðabliks og ÍBV: Tobias Thomsen og Oliver Heiðarsson á bekknum
Oliver Heiðarsson er a bekknum hjá Eyjamönnum í kvöld
Oliver Heiðarsson er a bekknum hjá Eyjamönnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Klukkan 18:00 verður flautaður á lokaleikur Bestu deild karla fyrir skiptingu þegar Breiðablik taka á móti ÍBV á Kópavogsvelli.

Heimamenn í Breiðablik vonast eftir að komast inn í úrslitakeppnina á sigurbraut en heimamenn vonast eftir langþráðum sigri. Gestirnir frá Vestmannaeyjum vonast til þess að fara með þrjú stig heim til Eyja og um leið tryggja sig inn í efri hluta úrslitakeppninnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 ÍBV

Það er því til mikils að vinna hér á Kópavogsvelli og byrjunarliðin eru klár.

Breiðablik gera fjórar breytingar á sínu liði frá leiknum uppi á Skaga en inn í liðið koma Ásgeir Helgi Orrason, Viktor Karl Einarsson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Kristófer Ingi Kristinsson fyrir Arnór Gauta Jónsson, Kristinn Jónsson, Viktor Örn Margeirsson og Tobias Thomsen.

Eyjamenn gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn ÍA. Inn koma Nökkvi Már Nökkvason, Sverrir Páll Hjaltested og Arnar Breki Gunnarsson fyrir þá Milan Tomic, Oliver Heiðarsson og Elvis Bwomono.


Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic

Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Mattias Edeland
10. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
30. Vicente Valor
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
8.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner