Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenskt app hjálpaði Þórsurum að vinna Lengjudeildina
Lengjudeildin
Þórsarar unnu Lengjudeildina á laugardaginn.
Þórsarar unnu Lengjudeildina á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningar náðust síðasta vetur. Hér er Ingi Torfi með Sigga Höskulds.
Samningar náðust síðasta vetur. Hér er Ingi Torfi með Sigga Höskulds.
Mynd: Aðsend
Hafþór Ingi Ingason er leikmaður í 2. flokki Þórs, hann er einn af eigendum LifeTrack.
Hafþór Ingi Ingason er leikmaður í 2. flokki Þórs, hann er einn af eigendum LifeTrack.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar eru aftur komnir í efstu deild en um helgina tryggði liðið sér sætið í Bestu deildinni 2026 með sigri á Þrótti í úrslitaleik um toppsæti Lengjudeildarinnar. Þórsarar fóru þá leið að nýta íslenska nýsköpunarlausn til þess að hjálpa sér að komast aftur í efstu deild eftir ellefu ára fjarveru

Um er að ræða íslenska appið LifeTrack sem styður við grunnþætti heilsu; næringu, hreyfingu, svefn og andlega heilsu. Þórsarar tóku þessa þætti föstum tökum og árangurinn lét ekki á sér standa.

Hvernig kom hugmyndin til?
LifeTrack ehf. var stofnað af Akureyringunum Inga Torfa Sverrissyni og Lindu Rakel Jónsdóttur. Sonur Inga Torfa, Hafþór Ingi, sem er leikmaður Þórs í 2. flokki og hefur tekið þátt í að þróa appið, kom með þá hugmynd að nýta appið til þess að fá það besta út úr meistaraflokki Þórs og koma þeim á næsta stig. Viku síðar var búið að ganga frá samningi við Þór og boltinn farinn að rúlla.

„Mér fannst þetta alveg frábær hugmynd hjá syninum og gaman hvað þjálfarar, stjórn og leikmenn Þórs voru tilbúnir í þetta," segir Ingi Torfi.

„Þegar ég hitti hópinn fyrst þá kom ég inn á það að flestir sem æfa fótbolta ættu sér líklega þann draum að komast í atvinnumennsku - komast á hæsta levelið. Þar væri næring risastór þáttur. Það væru kokkar og leikmenn þyrftu að borða á æfingasvæðinu alla daga, og það er engin tilviljun, það er einfaldlega af því að það er risastór breyta sem getur ráðið úrslitum. Af hverju að bíða með að sinna þessum þætti þegar og ef leikmenn komast alla leið? Þetta er breyta sem leikmenn geta haft áhrif á strax í dag," bætir Ingi Torfi við.

Jákvæð áhrif á leikmenn
Rætt var við Sigga Höskulds, þjálfara Þórs, og var hann spurður hvort appið hefði haft áhrif á hópinn.

„Það er 100% að þetta hafði áhrif. Strákarnir sátu tvo fundi í byrjun þar sem Ingi Torfi fór yfir það með þeim hvað atriði eins og næring, svefn og endurheimt geta skipt miklu máli og hvað þarf til þess að skara fram úr í dag. Það sem kom mér mest á óvart var hvað strákarnir voru tilbúnir í að fara þessa extra mílu. Ingi náði greinilega til þeirra og allir voru þeir tilbúnir að leggja meira á sig. Mér fannst það sýna mikinn karakterinn hjá þeim.”

Aðspurður hvort hann hafi séð mun á liðinu segir Sigurður: „Já ég gerði það. Æfingar á þessum tímapunkti voru virkilega krefjandi enda vorum við að pína þá vel. Þeir voru á sama tíma að borða vel yfir 4000 hitaeiningar, passa kolvetna inntöku fyrir og eftir æfingar og borða vel af próteini. Ég held að þegar upp er staðið hafi menn fengið mun meira út úr þessum undirbúningstímabili en þeir hefðu annars gert. Mikið álag, rétt mataræði og svefn. Leikmenn voru að styrkjast meira en ég átti von á og endurheimt var virkilega góð.”

Þekkingin það dýrmætasta
„Í dag kunna þessir strákar þetta bara upp á 10. Margt af þessu sem kom fram vissu menn að einhverju leyti. Leikmenn hafa oft fengið fræðslu um næringu og svefn en gallinn var að þeir voru ekki að framkvæma enda vantaði þá verkfæri. Þegar þeir voru komnir með LifeTrack appið í hendurnar og aðhaldið frá Inga Torfa fóru hlutirnir að gerast. Það að fá nánast heilt fótboltalið til þess að framkvæma eitthvað nýtt og temja sér svo mikinn aga er alls ekki sjálfgefið. Það hjálpaði til hversu einfalt LifeTrack er í notkun og hönnunin þægileg."

Hvað tekur við hjá Þórsurum?
„Nú förum við að undirbúa næsta tímabil og kanna hvort við getum samið aftur við Inga Torfa og LifeTrack. Þetta er verkfæri sem var fundið upp hér í 603 viljum við nota áfram til þess að ná ennþá lengra," segir Siggi.
Athugasemdir