Varnarmaðurinn Viktor Örn Margeirsson er ekki í leikmannahópi Breiðabliks sem er að leika gegn ÍBV í síðustu umferð Bestu deildarinnar fyrir tvískiptingu.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, greindi frá því í viðtali við Sýn Sport fyrir leik að Viktor væri á fæðingardeildinni.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, greindi frá því í viðtali við Sýn Sport fyrir leik að Viktor væri á fæðingardeildinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 ÍBV
„Óskum honum og þeim til hamingju með það," sagði Halldór.
Ásgeir Helgi Orrason og Damir Muminovic eru því miðvarðapar Breiðabliks í kvöld en þegar þessi frétt er skrifuð eru Eyjamenn að vinna leikinn.
Stefán Marteinn Ólafsson textalýsir leiknum
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir