Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn og Sigdís í sigurliðum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
Það voru tveir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins í Svíþjóð.

Kolbeinn Þórðarson kom inn í seinni hálfleik og hjálpaði Göteborg að sigra á útivelli gegn BK Häcken.

Göteborg er á flottu skriði og situr í fjórða sæti efstu deildar í Svíþjóð eftir þennan sigur, aðeins tveimur stigum á eftir AIK sem er í síðasta Evrópusætinu þegar sjö umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

AIK lagði Brommapojkarna að velli í dag með tveimur mörkum gegn einu. Hlynur Freyr Karlsson var ónotaður varamaður í liði Brommapojkarna, sem er í neðri hluta deildarinnar fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í kvennaboltanum kom Sigdís Eva Bárðardóttir við sögu í 2-0 sigri Norrköping gegn Djurgården. Norrköping er í efri hluta deildarinnar, níu stigum frá Evrópusæti.

Þetta var flottur sigur þar sem andstæðingar dagsins í liði Djurgården eru sex stigum fyrir ofan Norrköping á stöðutöflunni.

Hacken 1 - 2 Göteborg

AIK 2 - 1 Brommapojkarna

Norrköping 2 - 0 Djurgarden

Athugasemdir
banner
banner