Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 15. október 2019 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Nketiah og Hudson-Odoi á eldi í sigri Englands
Callum Hudson-Odoi skoraði tvö glæsileg mörk
Callum Hudson-Odoi skoraði tvö glæsileg mörk
Mynd: Getty Images
Enska U21 árs landsliðið vann Austurríki 5-1 í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en þeir Callum Hudson-Odoi og Eddie Nketiah voru magnaðir. England hefur unnið alla leiki sína í riðlinum.

Hudson-Odoi er aðeins 18 ára gamall en hann er að snúa aftur eftir erfið meiðsli sem hann varð fyrir í lok apríl.

Hann skoraði fyrsta markið í kvöld með laglegu skoti úr teignum áður en Eddie Nketiah bætti við tveimur mörkum. Hudson-Odoi gerði þá annað mark sitt í leiknum. Glæsilegt skot fyrir utan teig áður en hann lagði upp þriðja mark Nketiah.

Nketiah fékk gullið tækifæri til að skora fjórða markið undir lok leiks er enska liðið fékk vítaspyrnu en markvörður Austurríkis valdi rétt horn og varði spyrnuna.

Nketiah er á láni hjá Leeds frá Arsenal en hann gæti farið frá Leeds í janúar til að fá meiri spiltíma. Bristol City hefur mikinn áhuga á honum.

Hér fyrir neðan má sjá bæði mörk Hudson-Odoi.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner