Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. október 2021 17:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þróttur Vogum reyndi við Betu, Gústa og Heimi
Lengjudeildin
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Þróttur Vogum er eina félagið í efstu tveimur deildunum karlamegin sem á eftir að ráða nýjan þjálfara.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net reyndi Þróttur Vogum ítrekað en án árangurs að fá Elísabetu Gunnarsdóttur til að taka við sem þjálfari liðsins. Í dag var greint frá því að Elísabet hefði framlengt samning sinn við Kristianstad og er samningsbundin út næsta tímabil.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekki búið að ráða nýjan þjálfara en formlegar viðræður eru í gangi, stefnt sé að því að tilkynna nýjan þjálfara um miðja næstu viku.

Greint var frá því í Dr. Football í dag að Þróttur hefði heyrt í Heimi Hallgrímssyni og þá var einnig reynt að fá Ágúst Gylfason í starfið. Gústi var í dag tilkynntur sem þjálfari Stjörnunnar.

Þróttur spilar í næstefstu deild á næsta tímabili í fyrsta sinn í sögunni en liðið lvann 2. deild í sumar með Hermann Hreiðarsson sem þjálfara. Hemmi tók svo við þjálfun uppeldisfélags síns, ÍBV, eftir tímabilið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner