Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   mið 16. apríl 2014 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Megum fara að sjá sólina gulari og grasið grænna
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á Víkingum er liðin mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld en Breiðablik mætir Þór í undanúrslitunum. Gunnleifur var ánægður með frammistöðu liðsins og segist þá spenntur fyrir komandi sumri.

,,Hún var ágæt, við höfum oft spilað betur en það er alltaf gaman að vinna 1-0 og vinnslan var góð sérstaklega í seinni hálfleik. Fín holning á þessu heilt yfir litið," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í kvöld.

,,Vinnsla og hlaupageta og vilji það var aðallega það. Víkingar eru baráttulið sem vilja hlaupa mikið og fara í contact og svona og við mættum því og gerðum það ágætlega."

,,Við erum með nokkra mjög flinka og spræka leikmenn sem geta slátrað leikjum hvenær sem er."

,,Það er alltaf erfitt að spila við Þór, sama hvar og hvenær. Það er komin tilhlökkun þó svo það sé snjór úti, spenna og gleði og núna verðum að sjá sólina verða gulari og grasið grænna og þá verðum við klárir,"
sagði hann enn fremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner