Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   mið 16. apríl 2014 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Megum fara að sjá sólina gulari og grasið grænna
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Gunnleifur Gunnleifsson í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins á Víkingum er liðin mættust í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið gegn Víkingum í kvöld en Breiðablik mætir Þór í undanúrslitunum. Gunnleifur var ánægður með frammistöðu liðsins og segist þá spenntur fyrir komandi sumri.

,,Hún var ágæt, við höfum oft spilað betur en það er alltaf gaman að vinna 1-0 og vinnslan var góð sérstaklega í seinni hálfleik. Fín holning á þessu heilt yfir litið," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net í kvöld.

,,Vinnsla og hlaupageta og vilji það var aðallega það. Víkingar eru baráttulið sem vilja hlaupa mikið og fara í contact og svona og við mættum því og gerðum það ágætlega."

,,Við erum með nokkra mjög flinka og spræka leikmenn sem geta slátrað leikjum hvenær sem er."

,,Það er alltaf erfitt að spila við Þór, sama hvar og hvenær. Það er komin tilhlökkun þó svo það sé snjór úti, spenna og gleði og núna verðum að sjá sólina verða gulari og grasið grænna og þá verðum við klárir,"
sagði hann enn fremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner