Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
banner
   fim 16. maí 2019 22:00
Stefán Marteinn Ólafsson
Birkir Valur: Enginn á að fara með hausinn uppi út úr húsinu
Birkir Valur Jónsson í leik með HK
Birkir Valur Jónsson í leik með HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson var maður leiksins þegar HK fékk ÍBV í heimsókn og sóttu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deild karla þetta sumarið. 
„Tilfiningin er geggjuð, við misstum þetta aðeins niður á móti Breiðablik þannig við vorum þyrstir í sigur þannig gott að ná að klára þetta." Sagði Birkir Valur Jónsson leikmaður HK.

Lestu um leikinn: HK 2 -  0 ÍBV

Eins og áður kom fram sóttu HK-ingar sinn fyrsta sigur í sumar þegar ÍBV kom í heimsókn en HK hafa hingað til ekki verið mikið að missa af miklum stigum á heimavelli í sumar og því gríðarlega mikilvægt að gera heimavöllinn að vígi.
„Það er nátturlega stefnan hjá okkur, það á enginn að koma hérna og fara með hausinn uppi út úr húsinu þannig að það er klárlega stefnan hjá okkur."

Birkri Valur var valinn maður leiksins hjá okkur af fotbolti.net en hann átti stóran þátt í sigri HK en hann var með mark og stoðsendingu í 2-0 sigri HK í dag og því ekki úr vegi að spyrja hann út í hans álit á eigin frammistöðu.
„Það gekk ágætlega í dag, Geiri er nátturlega með rosa hornspyrnur og maður þarf bara að setja hausinn í þetta, svo gerði Máni vel í öðru markinu og Geiri kláraði vel líka þannig ég er mjög sáttur."

Aðspurður út í spjaldið hafði Birkir þetta að segja.
„Mér fannst þetta klárt rautt spjald og þó Gummi hafi verið óheppin að þá fannst mér þetta vera klárt rautt spjald."

Nánar var rætt við Birki Val í sjónvarpinu hérna að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner