Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mán 16. maí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var svekktur eftir að hafa tapað 1-0 fyrir KR á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Manni líður aldrei vel eftir að hafa tapað. Mér fannst við sýna góðan leik og settum KR undir heilmikla pressu hér í seinni hálfleik. Sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik, við áttum skot í stöng og markmaðurinn þeirra kemur út úr teignum og strauar mannin hjá okkur spurning hvort það hefði átt að vera rautt spjald. Við fengum flott færi í þessum leik og Beitir hélt þeim inn í leiknum fannst mér. Þannig ég er stoltur af mínum strákum og leiknum okkar, spiluðum agaðan leik. Vorum fljótir fram á við og sköpuðum fullt af færum en það dugaði ekki til.

Keflavík átti nokkur færi til að skora þó það tókst ekki þá var ýmislegt jákvætt í þeirra leik?

„Algjörlega, þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við sýnum góða frammistöðu. Við þurfum bara að byggja ofan á það. Maður fær ekki alltaf úrstlin, deildin er feikna sterk og allt erfiðir leikir og við þurfum bara að mæta tvíefldir í næsta leik."

Beitir Ólafsson fær gult spjald um miðjan fyrri hálfleik en hefði ekki alveg verið hægt að hafa annan lit á því spjaldi?

„Já mér finnst það. Mér finnst vera fullur ásetningu í að taka manninn okkar niður, hann strauar hann og okkar maður var sloppinn einn í gegn og það var bara opið mark þannig að ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu. Auðvitað á maður síðan eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu."

Magnús Þór Magnússon fer af velli eftir 17 mínútur vegna veikinda hvernig stendur á því?

„Hann var slappur fyrir leikinn og leið illa í maganum. Hann treysti sér ekki í meira en þessar 15 mínútur, bað um skiptingu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir