Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   mán 16. maí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var svekktur eftir að hafa tapað 1-0 fyrir KR á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Manni líður aldrei vel eftir að hafa tapað. Mér fannst við sýna góðan leik og settum KR undir heilmikla pressu hér í seinni hálfleik. Sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik, við áttum skot í stöng og markmaðurinn þeirra kemur út úr teignum og strauar mannin hjá okkur spurning hvort það hefði átt að vera rautt spjald. Við fengum flott færi í þessum leik og Beitir hélt þeim inn í leiknum fannst mér. Þannig ég er stoltur af mínum strákum og leiknum okkar, spiluðum agaðan leik. Vorum fljótir fram á við og sköpuðum fullt af færum en það dugaði ekki til.

Keflavík átti nokkur færi til að skora þó það tókst ekki þá var ýmislegt jákvætt í þeirra leik?

„Algjörlega, þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við sýnum góða frammistöðu. Við þurfum bara að byggja ofan á það. Maður fær ekki alltaf úrstlin, deildin er feikna sterk og allt erfiðir leikir og við þurfum bara að mæta tvíefldir í næsta leik."

Beitir Ólafsson fær gult spjald um miðjan fyrri hálfleik en hefði ekki alveg verið hægt að hafa annan lit á því spjaldi?

„Já mér finnst það. Mér finnst vera fullur ásetningu í að taka manninn okkar niður, hann strauar hann og okkar maður var sloppinn einn í gegn og það var bara opið mark þannig að ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu. Auðvitað á maður síðan eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu."

Magnús Þór Magnússon fer af velli eftir 17 mínútur vegna veikinda hvernig stendur á því?

„Hann var slappur fyrir leikinn og leið illa í maganum. Hann treysti sér ekki í meira en þessar 15 mínútur, bað um skiptingu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner