Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 16. júní 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn ekki ráðinn til AGF
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildarfélagið AGF er búið að ráða Þjóðverjann Uwe Rösler sem nýjan knattspyrnustjóra.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var einn af þeim þjálfurum sem þótti koma til greina í starfið en núna er það ljóst að hann fer ekki þangað. Það hefði verið Óskar að fara frá Breiðablik á þessum tímapunkti þar sem liðið er á toppi Bestu deildarinnar með fullt hús stiga.

Rösler hefur verið samningslaus síðan í fyrra þegar hann yfirgaf Fortuna Düsseldorf en þar áður stýrði hann Malmö.

Rosler hefur þjálfað Leeds United, Brentford, Wigan og Fleetwood Town á Englandi en hann hóf þjálfaraferilinn í Noregi þar sem hann stýrði Lilleström, Viking og Molde.

Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson leikur með AGF en Jón Dagur Þorsteinsson er á förum frá félaginu.

Breiðablik á leik í kvöld gegn Val og hefst hann klukkan 20:15.


Athugasemdir
banner
banner