Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 16. júlí 2019 20:56
Ester Ósk Árnadóttir
Rafn Markús: Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öflugir í dag og þetta eru þrjú töpuðu stig. Menn eru bara virkilega svekktir inn í klefa eftir mikla baráttu," sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir 2-1 tapa á Þórsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík fékk mark á sig strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Það riðlaði skipulagi en við héldum samt áfram. Við fengum þrjú góð færi til að skora og með smá heppni hefði það geta dottið. Þá hefði það verið allt önnur staða."

Njarðvík voru öflugir í dag og úr varð hörkuleikur.

„Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins og frammistöðu síðustu tveggja leikja, þá erum við í ágætis málum. Við erum að skapa helling af færum og erum að verjast vel. Við erum að lemja meira á liðunum og ef við höldum svona áfram þá getum við gert ýmislegt en við þurfum að fá stig."

Njarðvík vann síðasta leik sem var á móti Víking Ó. og átti svo góðan leik á móti Þór í dag. Á undan því höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð.

„Við höfum gert ákveðnar breytingar á liðinu, fengið leikmenn inn og svo eru breytar áherslur. Það er kominn meiri áræðni í liðið og kraftur fram á við og í vörnin. Miða við leikinn í dag þá sérðu lítinn mun á þessum liðum nema alltof mikill munur á stigum. Við erum sáttir við frammistöðuna en alls ekki sáttir að tapa leik."

Næsti leikur hjá Njarðvík er á móti Þrótti.

„Framundan er leikur á móti Þrótti og við unnum þá síðast og viljum gera það aftur. Okkur líst bara vel á framhaldið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir