Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 16. júlí 2019 20:56
Ester Ósk Árnadóttir
Rafn Markús: Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öflugir í dag og þetta eru þrjú töpuðu stig. Menn eru bara virkilega svekktir inn í klefa eftir mikla baráttu," sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir 2-1 tapa á Þórsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík fékk mark á sig strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Það riðlaði skipulagi en við héldum samt áfram. Við fengum þrjú góð færi til að skora og með smá heppni hefði það geta dottið. Þá hefði það verið allt önnur staða."

Njarðvík voru öflugir í dag og úr varð hörkuleikur.

„Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins og frammistöðu síðustu tveggja leikja, þá erum við í ágætis málum. Við erum að skapa helling af færum og erum að verjast vel. Við erum að lemja meira á liðunum og ef við höldum svona áfram þá getum við gert ýmislegt en við þurfum að fá stig."

Njarðvík vann síðasta leik sem var á móti Víking Ó. og átti svo góðan leik á móti Þór í dag. Á undan því höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð.

„Við höfum gert ákveðnar breytingar á liðinu, fengið leikmenn inn og svo eru breytar áherslur. Það er kominn meiri áræðni í liðið og kraftur fram á við og í vörnin. Miða við leikinn í dag þá sérðu lítinn mun á þessum liðum nema alltof mikill munur á stigum. Við erum sáttir við frammistöðuna en alls ekki sáttir að tapa leik."

Næsti leikur hjá Njarðvík er á móti Þrótti.

„Framundan er leikur á móti Þrótti og við unnum þá síðast og viljum gera það aftur. Okkur líst bara vel á framhaldið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner