Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
   þri 16. júlí 2019 20:56
Ester Ósk Árnadóttir
Rafn Markús: Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öflugir í dag og þetta eru þrjú töpuðu stig. Menn eru bara virkilega svekktir inn í klefa eftir mikla baráttu," sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir 2-1 tapa á Þórsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík fékk mark á sig strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Það riðlaði skipulagi en við héldum samt áfram. Við fengum þrjú góð færi til að skora og með smá heppni hefði það geta dottið. Þá hefði það verið allt önnur staða."

Njarðvík voru öflugir í dag og úr varð hörkuleikur.

„Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins og frammistöðu síðustu tveggja leikja, þá erum við í ágætis málum. Við erum að skapa helling af færum og erum að verjast vel. Við erum að lemja meira á liðunum og ef við höldum svona áfram þá getum við gert ýmislegt en við þurfum að fá stig."

Njarðvík vann síðasta leik sem var á móti Víking Ó. og átti svo góðan leik á móti Þór í dag. Á undan því höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð.

„Við höfum gert ákveðnar breytingar á liðinu, fengið leikmenn inn og svo eru breytar áherslur. Það er kominn meiri áræðni í liðið og kraftur fram á við og í vörnin. Miða við leikinn í dag þá sérðu lítinn mun á þessum liðum nema alltof mikill munur á stigum. Við erum sáttir við frammistöðuna en alls ekki sáttir að tapa leik."

Næsti leikur hjá Njarðvík er á móti Þrótti.

„Framundan er leikur á móti Þrótti og við unnum þá síðast og viljum gera það aftur. Okkur líst bara vel á framhaldið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner