Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   þri 16. júlí 2019 20:56
Ester Ósk Árnadóttir
Rafn Markús: Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög öflugir í dag og þetta eru þrjú töpuðu stig. Menn eru bara virkilega svekktir inn í klefa eftir mikla baráttu," sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir 2-1 tapa á Þórsvellinum í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Njarðvík

Njarðvík fékk mark á sig strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Það riðlaði skipulagi en við héldum samt áfram. Við fengum þrjú góð færi til að skora og með smá heppni hefði það geta dottið. Þá hefði það verið allt önnur staða."

Njarðvík voru öflugir í dag og úr varð hörkuleikur.

„Við kvíðum svo sem engu miða við frammistöðu dagsins og frammistöðu síðustu tveggja leikja, þá erum við í ágætis málum. Við erum að skapa helling af færum og erum að verjast vel. Við erum að lemja meira á liðunum og ef við höldum svona áfram þá getum við gert ýmislegt en við þurfum að fá stig."

Njarðvík vann síðasta leik sem var á móti Víking Ó. og átti svo góðan leik á móti Þór í dag. Á undan því höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð.

„Við höfum gert ákveðnar breytingar á liðinu, fengið leikmenn inn og svo eru breytar áherslur. Það er kominn meiri áræðni í liðið og kraftur fram á við og í vörnin. Miða við leikinn í dag þá sérðu lítinn mun á þessum liðum nema alltof mikill munur á stigum. Við erum sáttir við frammistöðuna en alls ekki sáttir að tapa leik."

Næsti leikur hjá Njarðvík er á móti Þrótti.

„Framundan er leikur á móti Þrótti og við unnum þá síðast og viljum gera það aftur. Okkur líst bara vel á framhaldið."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner