Á morgun leika Fram og Stjarnan bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 16 á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við Daníel Laxdal, fyrirliða Stjörnunnar, í höfuðstöðvum KSÍ í gær.
Stjarnan tapaði í bikarúrslitaleiknum í fyrra gegn KR en Daníel segir menn reynslunni ríkari núna.
Stjarnan tapaði í bikarúrslitaleiknum í fyrra gegn KR en Daníel segir menn reynslunni ríkari núna.
„Það er frábært að vera kominn aftur í úrslitaleikinn. Þetta var frábær dagur síðast fyrir utan úrslitin," segir Daníel.
Stjarnan er talin vera sigurstranglegra liðið fyrir leikinn.
„Það munu allir gefa sig í þennan leik á laugardaginn og þetta verður hörkuleikur. Það er kominn tími til að Stjarnan fari að vinna bikar og það er gott tækifæri til að gera það á laugardaginn."
„Þetta eru tvö hörkulið, blá stúka og þetta verður bara fjör. Ég þrái að vinna, mér er alveg sama hvernig við gerum það bara ef við vinnum," segir Daníel sem segist fara að gráta ef hann lyftir bikarnum.
Athugasemdir























