„Við tökum þessu stigi. Það er gríðarlega fallbarátta í gangi og hvert stig er mikilvægt," sagði Ingiberg Ólafur Jónsson, varnarmaður Fjarðabyggðar, eftir markalaust jafntefli gegn HK í fallbaráttuslag Inkasso-deildinni í kvöld.
Ingiberg átti góðan leik í vörn Fjarðabyggðar í kvöld. Ingiberg er uppalinn Bliki og hann var því að mæta erkifjendunum í HK.
Ingiberg átti góðan leik í vörn Fjarðabyggðar í kvöld. Ingiberg er uppalinn Bliki og hann var því að mæta erkifjendunum í HK.
Lestu um leikinn: HK 0 - 0 Fjarðabyggð
„Það er ekki erfitt að mótivera sig fyrir leik á móti HK. Maður vill alltaf vinna HK og alls ekki tapa. Ég sætti mig við jafntefli en við þurfum að fara að hala inn fleiri stigum."
Undir lok leiksins í kvöld vildi HK fá vítaspyrnu þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teignum. „Ég held að þetta hafi ekki verið vítaspyrna. Hákon var búinn að fara 2-3 niður og hann var að reyna að fiska þetta fannst mér."
Ingiberg kom til Fjarðabyggðar undir lok síðasta mánaðar frá Fram.
„Ég var ekki byrjunarliðsmaður hjá Fram. Ég var inn og út úr liðinu í hægri bakverði en ég er miðvörður og það er mín staða. Ég vil spila þar. Ég vissi af áhuga frá Fjarðabyggð svo ég stökk á það," sagði Ingiberg.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























