Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 16. ágúst 2020 22:14
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Ljónshjarta sem hefur vantað í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Þetta var opinn leikur, kannski fullopinn. Sem betur fer skoruðum við fleiri mörk," segir Óskar.

„Ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór í það að verja það sem við höfðum. Það er kannski þannig gegn liði eins og Víking að þú getur ekki ætlast til að menn verði 90 mínútur í bensíngjöfinni."

„Menn börðust eins og ljón, seldu sig dýrt. Þó Víkingur hafi verið sterkari aðilinn stóra hluta seinni hálfleiks sköpuðu þeir sér lítið. Menn voru með ljónshjarta og köstuðu sér fyrir allt. Við sýndum varnarleik sem hefur vantað í sumar, við höfum verið full ljúfir og góðir."

Brynjólfur Willumsson spilaði fremstur hjá Blikum en Thomas Mikkelsen var í banni. Brynjólfur skoraði tvö mörk af vítapunktinum og var sífellt að búa til vandræði fyrir Víkinga.

„Brynjólfur sýndi hvers hann er megnugur. Hann er frábær leikmaður og í dag komu mörkin, eitthvað sem hefur vantað. Hann þarf fyrst og síðast að halda áfram að vera það afl sem hann hefur verið í liði okkar."

Gísli Eyjólfsson skoraði stórkostlegt mark í leiknum.

„Þetta er bara Gísli Eyjólfsson. Hann er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann á að skipta sköpum í leik okkar. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því þegar hann var meiddur hversu mikið við söknuðum hans. Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir."

Óskar segir að Viktor Karl Einarsson, sem verið hefur á meiðslalistanum, ætti að vera klár í næsta leik. Leik gegn Gróttu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner