Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
banner
   sun 16. ágúst 2020 22:14
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Ljónshjarta sem hefur vantað í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Þetta var opinn leikur, kannski fullopinn. Sem betur fer skoruðum við fleiri mörk," segir Óskar.

„Ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór í það að verja það sem við höfðum. Það er kannski þannig gegn liði eins og Víking að þú getur ekki ætlast til að menn verði 90 mínútur í bensíngjöfinni."

„Menn börðust eins og ljón, seldu sig dýrt. Þó Víkingur hafi verið sterkari aðilinn stóra hluta seinni hálfleiks sköpuðu þeir sér lítið. Menn voru með ljónshjarta og köstuðu sér fyrir allt. Við sýndum varnarleik sem hefur vantað í sumar, við höfum verið full ljúfir og góðir."

Brynjólfur Willumsson spilaði fremstur hjá Blikum en Thomas Mikkelsen var í banni. Brynjólfur skoraði tvö mörk af vítapunktinum og var sífellt að búa til vandræði fyrir Víkinga.

„Brynjólfur sýndi hvers hann er megnugur. Hann er frábær leikmaður og í dag komu mörkin, eitthvað sem hefur vantað. Hann þarf fyrst og síðast að halda áfram að vera það afl sem hann hefur verið í liði okkar."

Gísli Eyjólfsson skoraði stórkostlegt mark í leiknum.

„Þetta er bara Gísli Eyjólfsson. Hann er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann á að skipta sköpum í leik okkar. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því þegar hann var meiddur hversu mikið við söknuðum hans. Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir."

Óskar segir að Viktor Karl Einarsson, sem verið hefur á meiðslalistanum, ætti að vera klár í næsta leik. Leik gegn Gróttu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner