Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 16. ágúst 2020 22:14
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Ljónshjarta sem hefur vantað í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Þetta var opinn leikur, kannski fullopinn. Sem betur fer skoruðum við fleiri mörk," segir Óskar.

„Ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór í það að verja það sem við höfðum. Það er kannski þannig gegn liði eins og Víking að þú getur ekki ætlast til að menn verði 90 mínútur í bensíngjöfinni."

„Menn börðust eins og ljón, seldu sig dýrt. Þó Víkingur hafi verið sterkari aðilinn stóra hluta seinni hálfleiks sköpuðu þeir sér lítið. Menn voru með ljónshjarta og köstuðu sér fyrir allt. Við sýndum varnarleik sem hefur vantað í sumar, við höfum verið full ljúfir og góðir."

Brynjólfur Willumsson spilaði fremstur hjá Blikum en Thomas Mikkelsen var í banni. Brynjólfur skoraði tvö mörk af vítapunktinum og var sífellt að búa til vandræði fyrir Víkinga.

„Brynjólfur sýndi hvers hann er megnugur. Hann er frábær leikmaður og í dag komu mörkin, eitthvað sem hefur vantað. Hann þarf fyrst og síðast að halda áfram að vera það afl sem hann hefur verið í liði okkar."

Gísli Eyjólfsson skoraði stórkostlegt mark í leiknum.

„Þetta er bara Gísli Eyjólfsson. Hann er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann á að skipta sköpum í leik okkar. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því þegar hann var meiddur hversu mikið við söknuðum hans. Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir."

Óskar segir að Viktor Karl Einarsson, sem verið hefur á meiðslalistanum, ætti að vera klár í næsta leik. Leik gegn Gróttu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner