Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 16. ágúst 2020 22:14
Elvar Geir Magnússon
Óskar Hrafn: Ljónshjarta sem hefur vantað í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4-2 útisigur gegn Víkingi í stórskemmtilegum leik í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Þetta var opinn leikur, kannski fullopinn. Sem betur fer skoruðum við fleiri mörk," segir Óskar.

„Ég hefði viljað sjá okkur nýta færin betur í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór í það að verja það sem við höfðum. Það er kannski þannig gegn liði eins og Víking að þú getur ekki ætlast til að menn verði 90 mínútur í bensíngjöfinni."

„Menn börðust eins og ljón, seldu sig dýrt. Þó Víkingur hafi verið sterkari aðilinn stóra hluta seinni hálfleiks sköpuðu þeir sér lítið. Menn voru með ljónshjarta og köstuðu sér fyrir allt. Við sýndum varnarleik sem hefur vantað í sumar, við höfum verið full ljúfir og góðir."

Brynjólfur Willumsson spilaði fremstur hjá Blikum en Thomas Mikkelsen var í banni. Brynjólfur skoraði tvö mörk af vítapunktinum og var sífellt að búa til vandræði fyrir Víkinga.

„Brynjólfur sýndi hvers hann er megnugur. Hann er frábær leikmaður og í dag komu mörkin, eitthvað sem hefur vantað. Hann þarf fyrst og síðast að halda áfram að vera það afl sem hann hefur verið í liði okkar."

Gísli Eyjólfsson skoraði stórkostlegt mark í leiknum.

„Þetta er bara Gísli Eyjólfsson. Hann er einn besti leikmaðurinn í þessari deild. Hann á að skipta sköpum í leik okkar. Ég held að menn hafi ekki áttað sig á því þegar hann var meiddur hversu mikið við söknuðum hans. Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir."

Óskar segir að Viktor Karl Einarsson, sem verið hefur á meiðslalistanum, ætti að vera klár í næsta leik. Leik gegn Gróttu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner