Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. september 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Grindavík lifir enn - Jöfnuðu seint
Zeba jafnaði fyrir Grindavík á 86. mínútu.
Zeba jafnaði fyrir Grindavík á 86. mínútu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er enn á lífi.
Grindavík er enn á lífi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glæsilegt mark Stefáns dugði ekki til sigurs.
Glæsilegt mark Stefáns dugði ekki til sigurs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 1 - 1 Grindavík
1-0 Stefán Teitur Þórðarson ('24 )
1-1 Josip Zeba ('86)
Lestu nánar um leikinn

Grindavík er ekki alveg fallið úr Pepsi Max-deildinni, en það má þó ekki miklu muna. Grindavík sótti Skagamenn heim í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deildinni.

Grindavík byrjaði ágætlega og átti flotta sókn eftir fimm mínútur. Sókin endaði með því að Aron Jóhannsson átti hörkuskot yfir markið.

Á 24. mínútu leiksins komust Skagamenn yfir og var það Stefán Teitur Þórðarson sem skoraði. „LITLA MARKIÐ!!!!!! Skagamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað og Stefán Teitur smellti honum bara í samskeytin! Stefán krækti sjálfur í vítaspyrnuna," skrifaði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu þegar Stefán skoraði.

Stuttu eftir markið varði Djogatovic frábærlega eftir hornspyrnu ÍA. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Grindavík þurfti á mörkum að halda í seinni hálfleiknum og tókst þeim að skora eftir rúmlega klukkutíma leik. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.

Það leit út fyrir það að Skagmenn myndu fara með sigur af hólmi, en á 86. mínútu jafnaði Grindavík. Varnarmaðurinn Josip Zeba, sem hefur átt fínasta sumar í Grindavík, skoraði jöfnunarmarkið. „GRINDVÍKINGAR JAFNA!!!! Aukaspyrna nánast frá miðju og Zeba er aleinn í teignum og skallar í í bláhornið," skrifaði Benjamín.

Grindavík var ekki svo langt frá því að stela sigrinum undir lokin. ÍA bjargaði þá á línu.

Lokatölur 1-1 og eru Grindvíkingar enn á lífi, með minnsta mun. Grindavík er sex stigum frá öruggu sæti þegar liðið á tvo leiki eftir. ÍA er í sjötta sæti með 26 stig.

Klukkan 19:15 hefjast tveir leikir og gæti KR þá tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Beinar textalýsingar:
Valur - KR
Breiðablik - Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner