Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 16. september 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir leikinn mættum við bara liði sem er á toppi deildarinnar og komnir í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir eru með bullandi sjálfstraust og miklu betri en við. Við ætluðum okkur að fá góð úrslit í dag og vera með í leiknum. Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og erum 3-0 undir í hálfleik. Það kom kafli í 10 mínútur eða korter þar sem við pressum á þá en þeir refsa okkur síðan bara. Við erum fúlir í dag og svekktir með okkar frammistöðu. Við vorum að mæta hörkuliði í dag og áttum ekki breik.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 6-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Var ekki erfitt að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur?

Það var erfitt á móti sterku liði Víkings en við reyndum eins og við gátum. Við verðum að gleyma þessum leik sem fyrst og undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.

Hversu gífurlega mikilvægir leikir eru þetta sem eru framundan?

Þetta eru gríðarlega mikilvægir leikir. Við gerðum ágætlega í mótinu sjálfu á móti þessum liðum. Við verðum að hreinsa þennan leik úr hausnum okkar sem fyrst og koma klárir inn í þessa keppni. Það er allt hægt og liðin gefast ekki upp fyrr en mótið er búið.

Theodór Ingi kemur inn á fyrir Fylki í seinni hálfleik en Rúnar var ánægður með hann.

Ég var mjög ánægður með hann. Hann var stórhættulegur en mátti nýta eitthvað af þessum færum sem hann fékk. Hann gerði ótrúlega vel. Hann var mjög duglegur.

Er eitthvað jákvætt sem Rúnar tekur út úr leiknum?

Ég veit ekki hvað skal segja þegar maður tapar 6-0, það er ekki það skemmtilegasta í heimi, eigum við ekki bara að segja sem minnst?

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner