Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
   mán 16. september 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir leikinn mættum við bara liði sem er á toppi deildarinnar og komnir í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir eru með bullandi sjálfstraust og miklu betri en við. Við ætluðum okkur að fá góð úrslit í dag og vera með í leiknum. Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og erum 3-0 undir í hálfleik. Það kom kafli í 10 mínútur eða korter þar sem við pressum á þá en þeir refsa okkur síðan bara. Við erum fúlir í dag og svekktir með okkar frammistöðu. Við vorum að mæta hörkuliði í dag og áttum ekki breik.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 6-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Var ekki erfitt að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur?

Það var erfitt á móti sterku liði Víkings en við reyndum eins og við gátum. Við verðum að gleyma þessum leik sem fyrst og undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.

Hversu gífurlega mikilvægir leikir eru þetta sem eru framundan?

Þetta eru gríðarlega mikilvægir leikir. Við gerðum ágætlega í mótinu sjálfu á móti þessum liðum. Við verðum að hreinsa þennan leik úr hausnum okkar sem fyrst og koma klárir inn í þessa keppni. Það er allt hægt og liðin gefast ekki upp fyrr en mótið er búið.

Theodór Ingi kemur inn á fyrir Fylki í seinni hálfleik en Rúnar var ánægður með hann.

Ég var mjög ánægður með hann. Hann var stórhættulegur en mátti nýta eitthvað af þessum færum sem hann fékk. Hann gerði ótrúlega vel. Hann var mjög duglegur.

Er eitthvað jákvætt sem Rúnar tekur út úr leiknum?

Ég veit ekki hvað skal segja þegar maður tapar 6-0, það er ekki það skemmtilegasta í heimi, eigum við ekki bara að segja sem minnst?

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner