Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 16. nóvember 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Guðni Bergs: Bjartsýnn á að leika á Laugardalsvelli í mars
Icelandair
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni fyrir EM á næsta árið. Ljóst er fyrir leikinn að Ísland á ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og mun leika í umspili í mars um laust sæti á lokamótinu.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag.

„Við komumst ekki upp úr riðlinum en viljum enda þetta sterkt með sigri á móti Moldóvum og sjáum svo til með umspilið," sagði Guðni.

Guðni var spurður út í frammistöðu landsliðsins í riðlakeppninni.

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan með ágætum í riðlinum. Það voru leikir eins og útileikurnir gegn Frökkum og Albönum, í Albaníu hefðum við mátt ná í stig. Heilt yfir sóttum við þessi stig sem búist var við."


Hvernig metur hann leikinn gegn Moldóvu?

„Við megum alls ekki vanmeta Moldóva sem eru í uppsveiflu. Þeir voru óheppnir gegn Frökkum og við verðum að vara okkur gegn þeim. Við viljum sækja sigur og munum gera það."


Guðni var næst spurður út í umspilið í mars og hvernig málin stæðu varðandi Laugardalsvöll. Ljóst er að undanúrslitaviðureign Íslands verður heimaleikur Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að við leikum á Laugardalsvelli í umspilinu. Það er ekki allt í okkar höndum, veðurfarið mun skipta miklu máli með það en Kristinn vallarstjóri og okkar starfsmenn munu með öllum ráðum gera það sem hægt er til að leikurinn geti farið fram."

„Ef það tekst ekki að spila leikinn á Íslandi þá verðum við að fara erlendis með hann og það verður þá Danmörk eða eitthvað annað. Þetta bendir á þá staðreynd að við þurfum einhverjar breytingar með okkar vallarmál. Við erum að spila mótsleiki í nóvember og mars sem við ráðum illa við á Laugardalsvellinum."

„Við setjumst betur yfir þetta í næstu viku og erum búin að gera okkar frumathuganir. Við förum í það í næstu viku að gera nauðsynlegar ráðstafanir,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir
banner