Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   lau 16. nóvember 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Guðni Bergs: Bjartsýnn á að leika á Laugardalsvelli í mars
Icelandair
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni fyrir EM á næsta árið. Ljóst er fyrir leikinn að Ísland á ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og mun leika í umspili í mars um laust sæti á lokamótinu.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag.

„Við komumst ekki upp úr riðlinum en viljum enda þetta sterkt með sigri á móti Moldóvum og sjáum svo til með umspilið," sagði Guðni.

Guðni var spurður út í frammistöðu landsliðsins í riðlakeppninni.

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan með ágætum í riðlinum. Það voru leikir eins og útileikurnir gegn Frökkum og Albönum, í Albaníu hefðum við mátt ná í stig. Heilt yfir sóttum við þessi stig sem búist var við."


Hvernig metur hann leikinn gegn Moldóvu?

„Við megum alls ekki vanmeta Moldóva sem eru í uppsveiflu. Þeir voru óheppnir gegn Frökkum og við verðum að vara okkur gegn þeim. Við viljum sækja sigur og munum gera það."


Guðni var næst spurður út í umspilið í mars og hvernig málin stæðu varðandi Laugardalsvöll. Ljóst er að undanúrslitaviðureign Íslands verður heimaleikur Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að við leikum á Laugardalsvelli í umspilinu. Það er ekki allt í okkar höndum, veðurfarið mun skipta miklu máli með það en Kristinn vallarstjóri og okkar starfsmenn munu með öllum ráðum gera það sem hægt er til að leikurinn geti farið fram."

„Ef það tekst ekki að spila leikinn á Íslandi þá verðum við að fara erlendis með hann og það verður þá Danmörk eða eitthvað annað. Þetta bendir á þá staðreynd að við þurfum einhverjar breytingar með okkar vallarmál. Við erum að spila mótsleiki í nóvember og mars sem við ráðum illa við á Laugardalsvellinum."

„Við setjumst betur yfir þetta í næstu viku og erum búin að gera okkar frumathuganir. Við förum í það í næstu viku að gera nauðsynlegar ráðstafanir,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner