Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   lau 16. nóvember 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Guðni Bergs: Bjartsýnn á að leika á Laugardalsvelli í mars
Icelandair
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni fyrir EM á næsta árið. Ljóst er fyrir leikinn að Ísland á ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og mun leika í umspili í mars um laust sæti á lokamótinu.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag.

„Við komumst ekki upp úr riðlinum en viljum enda þetta sterkt með sigri á móti Moldóvum og sjáum svo til með umspilið," sagði Guðni.

Guðni var spurður út í frammistöðu landsliðsins í riðlakeppninni.

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan með ágætum í riðlinum. Það voru leikir eins og útileikurnir gegn Frökkum og Albönum, í Albaníu hefðum við mátt ná í stig. Heilt yfir sóttum við þessi stig sem búist var við."


Hvernig metur hann leikinn gegn Moldóvu?

„Við megum alls ekki vanmeta Moldóva sem eru í uppsveiflu. Þeir voru óheppnir gegn Frökkum og við verðum að vara okkur gegn þeim. Við viljum sækja sigur og munum gera það."


Guðni var næst spurður út í umspilið í mars og hvernig málin stæðu varðandi Laugardalsvöll. Ljóst er að undanúrslitaviðureign Íslands verður heimaleikur Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að við leikum á Laugardalsvelli í umspilinu. Það er ekki allt í okkar höndum, veðurfarið mun skipta miklu máli með það en Kristinn vallarstjóri og okkar starfsmenn munu með öllum ráðum gera það sem hægt er til að leikurinn geti farið fram."

„Ef það tekst ekki að spila leikinn á Íslandi þá verðum við að fara erlendis með hann og það verður þá Danmörk eða eitthvað annað. Þetta bendir á þá staðreynd að við þurfum einhverjar breytingar með okkar vallarmál. Við erum að spila mótsleiki í nóvember og mars sem við ráðum illa við á Laugardalsvellinum."

„Við setjumst betur yfir þetta í næstu viku og erum búin að gera okkar frumathuganir. Við förum í það í næstu viku að gera nauðsynlegar ráðstafanir,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner