Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   lau 16. nóvember 2019 16:06
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Guðni Bergs: Bjartsýnn á að leika á Laugardalsvelli í mars
Icelandair
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Guðni Bergsson á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Moldóvu í lokaleik riðilsins í undankeppni fyrir EM á næsta árið. Ljóst er fyrir leikinn að Ísland á ekki möguleika á öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum og mun leika í umspili í mars um laust sæti á lokamótinu.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag.

„Við komumst ekki upp úr riðlinum en viljum enda þetta sterkt með sigri á móti Moldóvum og sjáum svo til með umspilið," sagði Guðni.

Guðni var spurður út í frammistöðu landsliðsins í riðlakeppninni.

„Heilt yfir fannst mér frammistaðan með ágætum í riðlinum. Það voru leikir eins og útileikurnir gegn Frökkum og Albönum, í Albaníu hefðum við mátt ná í stig. Heilt yfir sóttum við þessi stig sem búist var við."


Hvernig metur hann leikinn gegn Moldóvu?

„Við megum alls ekki vanmeta Moldóva sem eru í uppsveiflu. Þeir voru óheppnir gegn Frökkum og við verðum að vara okkur gegn þeim. Við viljum sækja sigur og munum gera það."


Guðni var næst spurður út í umspilið í mars og hvernig málin stæðu varðandi Laugardalsvöll. Ljóst er að undanúrslitaviðureign Íslands verður heimaleikur Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að við leikum á Laugardalsvelli í umspilinu. Það er ekki allt í okkar höndum, veðurfarið mun skipta miklu máli með það en Kristinn vallarstjóri og okkar starfsmenn munu með öllum ráðum gera það sem hægt er til að leikurinn geti farið fram."

„Ef það tekst ekki að spila leikinn á Íslandi þá verðum við að fara erlendis með hann og það verður þá Danmörk eða eitthvað annað. Þetta bendir á þá staðreynd að við þurfum einhverjar breytingar með okkar vallarmál. Við erum að spila mótsleiki í nóvember og mars sem við ráðum illa við á Laugardalsvellinum."

„Við setjumst betur yfir þetta í næstu viku og erum búin að gera okkar frumathuganir. Við förum í það í næstu viku að gera nauðsynlegar ráðstafanir,"
sagði Guðni að lokum.
Athugasemdir
banner
banner