Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   lau 16. nóvember 2024 20:00
Sverrir Örn Einarsson
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Icelandair
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður völlur, en flottur sigur að koma hingað á erfiðan útivöll við erfiðar aðstæður og ná í 2-0 sigur. Það er mjög sterkt hjá okkur.“

Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Já miðað við vallaraðstæður. Fyrstu 20-25 mínúturnar var þetta rosalega mikið í loftinu og mikið af einvígjum. Mér fannst þeir samt f+a alltof mikið af skyndisóknum þar sem þeir komu hratt á okkur eftir að við töpum boltanum illa,“

Kunna myrku hliðar fótboltans vel
Um andstæðinginn Svartfellinga sem beittu öllum brögðum á vellinum nú sem endranær sagði Stefán.

„Þeir eru svona eins og maður býst við frá liði og landi af þessu svæði. Þeir eru erfiðir og gera allt til þess að vinna auðvitað. Mér fannst við standa vel í þeim að mörgu leiti en þeir voru kannski með yfirhöndina í mörgum hlutum lengi.“

Viðmælandi Stefáns í Svartfjallalandi hafði þær upplýsingar að leikmaður Svartfellinga hefði gripið í viðkvæman part af líkama Stefáns.

„Já ég fékk hendi á staðinn, ég skil þetta ekki en það er eins og það er.“

Allt viðtalið við Stefán má sjá hér að ofan og atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner