Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 16. nóvember 2024 20:00
Sverrir Örn Einarsson
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Icelandair
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður völlur, en flottur sigur að koma hingað á erfiðan útivöll við erfiðar aðstæður og ná í 2-0 sigur. Það er mjög sterkt hjá okkur.“

Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Já miðað við vallaraðstæður. Fyrstu 20-25 mínúturnar var þetta rosalega mikið í loftinu og mikið af einvígjum. Mér fannst þeir samt f+a alltof mikið af skyndisóknum þar sem þeir komu hratt á okkur eftir að við töpum boltanum illa,“

Kunna myrku hliðar fótboltans vel
Um andstæðinginn Svartfellinga sem beittu öllum brögðum á vellinum nú sem endranær sagði Stefán.

„Þeir eru svona eins og maður býst við frá liði og landi af þessu svæði. Þeir eru erfiðir og gera allt til þess að vinna auðvitað. Mér fannst við standa vel í þeim að mörgu leiti en þeir voru kannski með yfirhöndina í mörgum hlutum lengi.“

Viðmælandi Stefáns í Svartfjallalandi hafði þær upplýsingar að leikmaður Svartfellinga hefði gripið í viðkvæman part af líkama Stefáns.

„Já ég fékk hendi á staðinn, ég skil þetta ekki en það er eins og það er.“

Allt viðtalið við Stefán má sjá hér að ofan og atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner