Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 16. nóvember 2024 20:00
Sverrir Örn Einarsson
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Icelandair
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Stefán Teitur í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Erfiður völlur, en flottur sigur að koma hingað á erfiðan útivöll við erfiðar aðstæður og ná í 2-0 sigur. Það er mjög sterkt hjá okkur.“

Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?

Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Já miðað við vallaraðstæður. Fyrstu 20-25 mínúturnar var þetta rosalega mikið í loftinu og mikið af einvígjum. Mér fannst þeir samt f+a alltof mikið af skyndisóknum þar sem þeir komu hratt á okkur eftir að við töpum boltanum illa,“

Kunna myrku hliðar fótboltans vel
Um andstæðinginn Svartfellinga sem beittu öllum brögðum á vellinum nú sem endranær sagði Stefán.

„Þeir eru svona eins og maður býst við frá liði og landi af þessu svæði. Þeir eru erfiðir og gera allt til þess að vinna auðvitað. Mér fannst við standa vel í þeim að mörgu leiti en þeir voru kannski með yfirhöndina í mörgum hlutum lengi.“

Viðmælandi Stefáns í Svartfjallalandi hafði þær upplýsingar að leikmaður Svartfellinga hefði gripið í viðkvæman part af líkama Stefáns.

„Já ég fékk hendi á staðinn, ég skil þetta ekki en það er eins og það er.“

Allt viðtalið við Stefán má sjá hér að ofan og atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner