Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 17. janúar 2022 20:43
Elvar Geir Magnússon
Dómarinn baðst afsökunar á afdrifaríkum mistökum sem bitnuðu á AC Milan
Afdrifarík dómaramistök.
Afdrifarík dómaramistök.
Mynd: EPA
AC Milan tapaði mjög óvænt 1-2 gegn Spezia í ítölsku A-deildinni í kvöld en Milan hefði komist á topp deildarinnar með sigri.

Rétt áður en Spezia skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum virtist Junior Messias hinsvegar vera að tryggja AC Milan stigin þrjú. En dómari leiksins gerði afdrifarík mistök, notaði ekki hagnaðarregluna heldur blés í flautuna rétt áður en markið var skorað og dæmdi aukaspyrnu til AC Milan.

Dómarinn Marco Serra baðst strax afsökunar á mistökunum en leikmenn Milan voru síður en svo kátir. Pirringurinn og reiðin urðu enn meiri þegar Emmanuel Gyasi tryggði Spezia öll stigin stuttu síðar.

Atburðarásina má sjá hér að neðan en Spezia er í fjórtánda sæti deildarinnar og úrslitin afskaplega óvænt. Stefano Pioli stjóri Milan sagði eftir leik að þó dómaramistök hafi ráðið úrslitum þá hafi hans lið átt að gera miklu betur í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner