Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR var sáttur eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Fjölni í dag.
Pálmi skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið er hann kom KR í 2-0 í seinni hálfleik.
Pálmi skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið er hann kom KR í 2-0 í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: KR 2 - 0 Fjölnir
„Við skoruðum mörk og héldum hreinu. Það var ekki að ganga að halda hreinu í hinum leikjunum."
Pálmi var ánægður með baráttuna í KR liðinu en hann segir liðið eiga mikið inni þrátt fyrir sigurinn í kvöld.
„Það er barátta í okkur í dag. Við vorum yfir í baráttunni og yfir í spilinu á vellinum."
„Ég veit það ekki alveg, á köflum. Við erum aðeins að berjast við að halda boltanum niðri á vellinum. Við eigum helling inni."
Gary Martin kom KR í 1-0 með marki úr vítaspyrnu en Þórður Ingason var í boltanum en missti hann undir sig. Pálmi segir þetta aldrei hafa verið hættu.
„Nei, mér fannst hann vera með þetta allan tímann."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir

























