Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 17. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að planta sér fremst hjá Pétri - „Talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir"
Adda
Adda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman í rútuferðum
Gaman í rútuferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar Vals fara á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er leikmaður Vals. Hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst bara mjög vel á að fara norður. Það er búin að vera stemning síðustu vikur, Tindastóll - Valur, og við vonandi nýtum okkur bara meðbyrinn sem er búinn að vera í gangi."

Valur mætir Tindastóli í oddaleik í úrsitum Subway-deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Bikarleikurinn fer svo fram um aðra helgi, laugardaginn 28. maí.

„Ef ég hefði valið einhvern stað til að þurfa ferðast á þá hefði ég viljað fara til Donna vinar míns á Króknum. Við erum þokkalega sátt, þetta verður erfiður leikur, Tindastóll með mjög gott lið og ef ég þekki Donna rétt þá verða þær vel skipulagðar. Verkefnið verður erfitt."

Það var ákveðin sögulína, sem þjálfarinn Pétur Pétursson kom inná í fyrra, að rútuferðirnar norður hefðu hjálpað Valsliðinu að þjappa sér saman. Þarna gefst annað tækifæri til þess.

„Ég hugsi að reyna koma mér fremst til Péturs. Pétur talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir. Ég ætla reyna planta mér fremst í þessa, trúi ekki öðru en að það virki," sagði Adda og brosti.

Adda hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er komin til baka og hefur spilað síðustu tvo leiki Vals. Hún verður með í næsta leik Vals þegar liðið mætir KR á fimmtudaginn. Hún spilaði lokaleikinn í Íslandsmótinu í fyrra en þá var hún að koma til baka eftir barnsburð.

„Ég náði lokaleik í fyrra, var í öðru hlutverki og algjör bónus að hafa spilað þann leik. Stefnan var ekki endilega að fara aftur inn á völlinn í fyrra en það var bara gaman að taka tíu mínútur í síðasta leiknum. Þá var ég í allt öðru hlutverki en er núna bara leikmaður Vals og tek því bara."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner