Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 17. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að planta sér fremst hjá Pétri - „Talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir"
Adda
Adda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman í rútuferðum
Gaman í rútuferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar Vals fara á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er leikmaður Vals. Hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst bara mjög vel á að fara norður. Það er búin að vera stemning síðustu vikur, Tindastóll - Valur, og við vonandi nýtum okkur bara meðbyrinn sem er búinn að vera í gangi."

Valur mætir Tindastóli í oddaleik í úrsitum Subway-deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Bikarleikurinn fer svo fram um aðra helgi, laugardaginn 28. maí.

„Ef ég hefði valið einhvern stað til að þurfa ferðast á þá hefði ég viljað fara til Donna vinar míns á Króknum. Við erum þokkalega sátt, þetta verður erfiður leikur, Tindastóll með mjög gott lið og ef ég þekki Donna rétt þá verða þær vel skipulagðar. Verkefnið verður erfitt."

Það var ákveðin sögulína, sem þjálfarinn Pétur Pétursson kom inná í fyrra, að rútuferðirnar norður hefðu hjálpað Valsliðinu að þjappa sér saman. Þarna gefst annað tækifæri til þess.

„Ég hugsi að reyna koma mér fremst til Péturs. Pétur talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir. Ég ætla reyna planta mér fremst í þessa, trúi ekki öðru en að það virki," sagði Adda og brosti.

Adda hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er komin til baka og hefur spilað síðustu tvo leiki Vals. Hún verður með í næsta leik Vals þegar liðið mætir KR á fimmtudaginn. Hún spilaði lokaleikinn í Íslandsmótinu í fyrra en þá var hún að koma til baka eftir barnsburð.

„Ég náði lokaleik í fyrra, var í öðru hlutverki og algjör bónus að hafa spilað þann leik. Stefnan var ekki endilega að fara aftur inn á völlinn í fyrra en það var bara gaman að taka tíu mínútur í síðasta leiknum. Þá var ég í allt öðru hlutverki en er núna bara leikmaður Vals og tek því bara."
Athugasemdir
banner
banner