Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   þri 17. maí 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlar að planta sér fremst hjá Pétri - „Talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir"
Adda
Adda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman í rútuferðum
Gaman í rútuferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar Vals fara á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er leikmaður Vals. Hún ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Mér líst bara mjög vel á að fara norður. Það er búin að vera stemning síðustu vikur, Tindastóll - Valur, og við vonandi nýtum okkur bara meðbyrinn sem er búinn að vera í gangi."

Valur mætir Tindastóli í oddaleik í úrsitum Subway-deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Bikarleikurinn fer svo fram um aðra helgi, laugardaginn 28. maí.

„Ef ég hefði valið einhvern stað til að þurfa ferðast á þá hefði ég viljað fara til Donna vinar míns á Króknum. Við erum þokkalega sátt, þetta verður erfiður leikur, Tindastóll með mjög gott lið og ef ég þekki Donna rétt þá verða þær vel skipulagðar. Verkefnið verður erfitt."

Það var ákveðin sögulína, sem þjálfarinn Pétur Pétursson kom inná í fyrra, að rútuferðirnar norður hefðu hjálpað Valsliðinu að þjappa sér saman. Þarna gefst annað tækifæri til þess.

„Ég hugsi að reyna koma mér fremst til Péturs. Pétur talar ekki um neitt annað en þessar rútuferðir. Ég ætla reyna planta mér fremst í þessa, trúi ekki öðru en að það virki," sagði Adda og brosti.

Adda hefur glímt við meiðsli að undanförnu en er komin til baka og hefur spilað síðustu tvo leiki Vals. Hún verður með í næsta leik Vals þegar liðið mætir KR á fimmtudaginn. Hún spilaði lokaleikinn í Íslandsmótinu í fyrra en þá var hún að koma til baka eftir barnsburð.

„Ég náði lokaleik í fyrra, var í öðru hlutverki og algjör bónus að hafa spilað þann leik. Stefnan var ekki endilega að fara aftur inn á völlinn í fyrra en það var bara gaman að taka tíu mínútur í síðasta leiknum. Þá var ég í allt öðru hlutverki en er núna bara leikmaður Vals og tek því bara."
Athugasemdir
banner
banner