Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Dani Alves mun framlengja við Barcelona
Dani Alves
Dani Alves
Mynd: EPA
Brasilíski hægri bakvörðurinn Dani Alves verður áfram hjá Barcelona og mun spila með félaginu út þetta ár.

Alves snéri aftur til Börsunga undir lok síðasta árs og gerði samning út þessa leiktíð.

Hann er 39 ára gamall og er að halda sér í formi fyrir HM sem fer fram í Katar undir lok ársins.

Þrátt fyrir aldur hefur Alves staðið sig vel hjá Börsungum og spilað 16 leiki í öllum keppnum. Hann hefur þá skorað 1 mark og lagt upp 4 á þessum tíma og hjálpað Barcelona að ná 2. sæti deildarinnar.

Alves hafði ekkert heyrt í Barcelona í apríl og var útlit fyrir að hann myndi yfirgefa félagið í sumar en nú er staðan önnur. Það eru miklar líkur á því að hann verði áfram hjá félaginu og spili fram að HM í Katar.

Hann gerir sér miklar vonir um að vera í brasilíska hópnum en eftir mótið ætlar hann að leggja skóna á hilluna.

Alves er titlaóður og hefur enginn leikmaður unnið fleiri titla en hann. Það er hins vegar einn titill sem hann er ekki með í safninu og er það sjálfur heimsmeistaratitillinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner