Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvert eiga tvær af okkar bestu að fara?
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær af bestu fótboltakonum Íslands verða líklega á ferðinni í sumar. Sveindís Jane Jónsdóttir er allavega að fara frá Wolfsburg og það er spurning hvað Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerir.

Sveindís er að verða samningslaus og hefur verið orðuð við félög á Englandi en Karólína hefur síðustu árin leikið með Bayer Leverkusen á láni. Hún snýr núna aftur til Bayern München en það er óvíst hvort hún verði áfram þar.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort hann hefði einhverja skoðun á mögulegum félagaskiptum þessara leikmanna.

„Þær eiga bara að fara í gott lið þar sem þær spila," sagði Þorsteinn.

„Um það snýst þetta. Það kemur bara í ljóst hvert þær fara en vonandi velja þær vel."

Báðar eru þær auðvitað í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Noregi og Frakklandi.
Athugasemdir
banner