Vincenzo Italiano stýrði Bologna til sigurs í ítalska bikarnum í gær en liðið vann AC Milan 1-0 í úrslitaleik. Dan Ndoye skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsti titill Bologna í 51 ár.
Italiano, sem tók við af Thiago Motta fyrir tímabilið, er með samning út næsta tímabil en fékk nýtt samningstilboð í hendurnar til 2027 nánast strax eftir að bikarinn fór á loft.
Italiano, sem tók við af Thiago Motta fyrir tímabilið, er með samning út næsta tímabil en fékk nýtt samningstilboð í hendurnar til 2027 nánast strax eftir að bikarinn fór á loft.
„Við áttum þetta skilið eftir að hafa spilað virkilega góðan leik. Þetta var mögnuð frammistaða, við vissum hvað Milan myndi gera og við brugðumst hárrétt við," sagði Italiano við fjölmiðla eftir sigurinn sögulega. „Þetta er bikar sem stuðningsmenn okkar eiga skilið."
Persónulega var þetta líka stór sigur fyrir Italiano sem hefur síðustu ár, sem stjóri Fiorentina, tapað þremur úrslitaleikjum; tveimur í Sambandsdeildinni og einum bikarúrslitaleik.
„Þau töp voru mikil vonbrigði. Ég hreinlega viðurkenni að ég hélt að ég myndi ekki geta svarað því strax með sigri en það tókst. Þessi titill er strákunum í liðinu að þakka, þeir voru framúrskarandi."
„Við höfum orðið sterkari og sterkari eftir því sem liðið hefur á tímabilið bæði sem einstaklingar, en líka sem lið. En leyfið mér núna að fara að fagna því þetta er mögnuð tilfinning," sagði Italiano skælbrosandi við fjölmiðlamenn beint eftir leikinn.
Athugasemdir