Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   fim 15. maí 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félögin sjö sem geta virkjað riftunarverðið fyrir Guirassy
Serhou Guirassy.
Serhou Guirassy.
Mynd: Dortmund
Það eru fimm félög í ensku úrvalsdeildinni sem geta nýtt sér riftunarverð í samningi Serhou Guirassy, sóknarmanns Borussia Dortmund, í sumar.

Guirassy hefur verið í fantaformi með Borussia Dortmund á tímabilinu. Hann er búinn að gera 33 mörk í 44 leikjum eftir félagaskipti sín frá Stuttgart síðasta sumar.

Guirassy, sem er 29 ára, var keyptur til Dortmund frá Stuttgart fyrir 18 milljónir evra síðasta sumar, en samkeppnin um hann var þá mikil.

Guirassy á sér þó þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni og er hann með riftunarverð í samningi sínum upp á 70 milljónir evra. Þetta riftunarverð gildir einungis fyrir fimm félög í ensku úrvalsdeildinni.

Núna hefur Bild opinberað þessi félög en það eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United.

Riftunarverðið gildir einnig fyrir spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid.

En samkvæmt Bild hefur Dortmund trú á því að sóknarmaðurinn öflugi fari ekki neitt í sumar.
Athugasemdir
banner
banner