Greint var frá því áðan að Newcastle sé búið að gefast upp á tilraunum til að fá franska framherjann Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Ekitike færist nær Liverpool.
Daily Mail segir að Newcastle muni nú snúa sér að Yoane Wissa, sóknarmanni Brentford. Nottingham Forest hafði gert 50 milljóna punda tilboð í Wissa en því var hafnað. Tottenham hefur einnig sýnt Kongómanninum áhuga.
Í frétt blaðsins segir að áhugi Newcastle á Wissa gæti flækt málin fyrir Manchester United sem vonast til þess að geta keypt Bryan Mbeumo frá Brentford.
Brentford ætlar alls ekki að selja bæði Wissa og Mbeumo svo af Wissa færi til Newcastle þá væri nær ómögulegt fyrir United að kaupa Mbeumo.
Newcastle keypti Anthony Elanga í síðustu viku en annars hefur félagið verið í brasi á leikmannamarkaðnum og fátt gengið upp.
Athugasemdir