Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekitike segir já við Liverpool - Newcastle gefst upp
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir núna frá því að Newcastle sé búið að gefast upp á franska framherjanum Hugo Ekitike. Á sama tíma er Liverpool búið að gera formlegt tilboð í hann.

Newcastle hefur lagt mikið kapp í það að fá Ekitike í sínar raðir og bauð háa upphæð í hann á dögunum - um 75 milljónir evra - en því tilboði var hafnað.

Liverpool hafði mikinn áhuga á að fá Alexander Isak en Newcastle vill ekki selja hann. Því hafa Englandsmeistararnir ákvað að beina spjótum sínum að Ekitike.

David Ornstein, fréttamaður The Athletic, segir svo frá því að Liverpool sé að ræða við Eintracht Frankfurt um pakka upp á 80 milljónir evra fyrir Ekitike.

Franski sóknarmaðurinn er búinn að segja já við Liverpool og það virðist flest benda til þess að hann endi þar.
Athugasemdir
banner
banner