Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sane vildi ekki nota skurðlækni Man City
Mynd: Getty Images
Þýski kantmaðurinn Leroy Sane hefur verið orðaður við FC Bayern í sumar en verðmiðinn á honum talinn vera of hár fyrir Þýskalandsmeistarana.

Englandsmeistarar Manchester City eru taldir vilja rúmlega 130 milljónir punda fyrir Sane og eru launakröfur hans nokkuð háar.

Sane er talinn hafa áhuga á að skipta yfir og hefur val hans á skurðlækni vakið athygli.

Sane þarf að gangast undir aðgerð á hné um helgina og var honum boðið að fara til Ramon Cugat, sem framkvæmir skurðaðgerðir á leikmönnum Man City. Sane hafnaði því boði og valdi frekar að fara til Christian Fink í Austurríkis.

Fink starfar með þýska landsliðinu og hefur framkvæmt aðgerðir á leikmönnum FC Bayern á undanförnum árum. Hann framkvæmdi meðal annars aðgerð á Lucas Hernandez í sumar, sem er nýkominn til Bayern.

Josep Guardiola sagðist ekki vita hvers vegna Sane valdi Fink framyfir Cugat en telur það ekki skipta neinu máli svo lengi sem aðgerðin heppnist.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner