Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Pellegrini að framlengja við Roma
Lorenzo Pellegrini verður áfram í Róm
Lorenzo Pellegrini verður áfram í Róm
Mynd: EPA
Ítalski miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini mun skrifa undir nýjan samning við Roma á næstu dögum en Jose Mourinho, þjálfari liðsins, staðfesti þetta við fjölmiðla eftir 5-1 sigurinn á CSKA Sofia í Sambandsdeildinni í gær.

Pellegrini er 25 ára gamall og uppalinn í Róm. Hann hefur spilað stóra rullu í liðinu síðustu ár og var meðal annars valinn í lokahóp ítalska landsliðsins fyrir Evrópumótið en þurfti síðar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Hann er að spila stórt hlutverk undir Jose Mourinho og virðist blómstra í því hlutverki.

Pellegrini er kominn með 5 mörk og 2 stoðsendingar í fyrstu 6 leikjunum. Það gefur því auga leið að stórlið um alla Evrópu eru að fylgjast með en hann er þó ekki á förum.

Mourinho staðfesti eftir sigurinn í gær að Pellegrini verður áfram hjá Roma og mun gera langtímsamning á næstu dögum. Það er fagnaðarefni fyrir Rómverja að halda nýja leiðtoganum, sem virðist vera tekinn við keflinu af Francesco Totti og Daniele De Rossi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner