Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í fyrstu umferð eftir skiptingu í neðri hluta Bestu deild karla.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 2 ÍBV
„Þetta voru bara tvö lið sem ætluðu sér sigur og þetta var tiltölulega opinn leikur, kannski aðeins of opinn fyrir minn smekk. Ég var ánægður með okkar spilamennsku og það var hugur í okkur.“
Eyjamenn komu til baka eftir að hafa lent undir snemma leiks en fengu svo á sig jöfnunarmark á 85. mínútu.
„Það er grútfúlt eftir að hafa lagt rosalegan power í það að koma til baka og vera komnir yfir. Þannig það var fúlt að halda það ekki út.“
ÍBV hefur núna gert þrjú jafntefli í röð, en liðið hefur ekki unnið leik síðan 8. júlí og var Hermann því spurður hvað vantaði upp á til þess að ná í þrjú stig.
„Það er bara þessi herslumunur eins og fyrri og seinni. Við vorum með betri fókus í seinni hálfleik og komum okkur í betri stöður og vorum ákveðnari.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.