Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. desember 2021 12:20
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið stekkur til og frá Íslandi í júní við litla hrifningu Arnars
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vonast eftir því að þau hjá UEFA verði góð við okkur," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í gær eftir að dregið var í riðla Þjóðadeildarinnar.

Hann var þá að vonast eftir hagstæðri leikjaniðurröðun þegar kemur að ferðalögum. Óhætt er að segja að Arnar hafi ekki orðið að ósk sinni.

Fjórir leikir verða spilaðir í júní á næsta ári og verður íslenska liðið svo sannarlega á farandsfæti. Liðið byrjar í Ísrael, fer svo heim til Íslands í leik gegn Albaníu, heldur svo til Rússlands og fer svo aftur til Íslands til að leika gegn Ísrael.

Fimmtudagur 2. júní
Ísrael - Ísland

Mánudagur 6. júní
Ísland - Albanía

Föstudagur 10. júní
Rússland - Ísland

Mánudagur 13. júní
Ísland - Ísrael

Ísland leikur svo heimaleik gegn Rússlandi 24. september og útileik gegn Albaníu þremur dögum síðar.

„Eina sem ég vonast eftir er að við fáum tvo heimaleiki og svo tvo útileiki eftir hvort öðru, það flakk væri flókið að taka þrjá útileiki og einn heimaleik eða sitt á hvað heima og úti," sagði Arnar á fréttamannafundinum í gær.

„Mín reynsla frá árinu 2021 segir mér að þetta var rosalega erfitt í þessum þriggja leikja gluggum og fjórir leikir verða ennþá meira krefjandi. Ég vona að við byrjum á tveimur leikjum heima eða úti svo ferðalögin verði sem minnst. Ég hef engar áhyggjur af leikmannahópnum en við erum þannig samband að okkar batterí í kringum liðið er alltaf minna en hjá andstæðingunum. Þetta eru langar tarnir, mikil vinna og oft krefjandi að vinna vinnuna sína."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner