Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. janúar 2020 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Verðum að reyna að tryggja Meistaradeildarsæti
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var auðvitað grautfúll, eftir 2-2 jafntefl sinna manna á heimavelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

City var lengi vel 1-0 undir, en Sergio Aguero sneri við stöðunni á síðustu tíu mínútum venjulegs leiktíma í 2-1. Í uppbótartímanum jafnaði hins vegar Palace með sjálfsmarki Fernandinho.

„Við áttum 25 skot og ég veit ekki hversu margar hornspyrnur. Við gerðum allt til að vinna leikinn, en töpuðum því miður tveimur stigum á endanum því við gátum ekki stöðvað skyndisóknina," sagði Guardiola.

„Við verðum að halda áfram. Það eru enn margir leikir eftir. Við verðum að reyna að tryggja okkur Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð."

„Við verðum að jafna okkur. Næst förum við til Sheffield og eftir það eigum leik í FA-bikar, og svo undanúrslit í deildabikarnum."

City er eftir leikinn í dag 13 stigum frá Liverpool. Topplið Liverpool á þá tvo leiki til góða á City. Það eru því afar litlar líkur á að City vinni þriðja Englandsmeistaratitil sinn í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner