Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. janúar 2020 16:23
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Haaland kom inn af bekknum og setti þrennu
Haaland strax kominn í sögubækurnar.
Haaland strax kominn í sögubækurnar.
Mynd: Getty Images
Jhon Cordoba skoraði tvennu í sigri Köln.
Jhon Cordoba skoraði tvennu í sigri Köln.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Norska ungstirnið Erling Braut Haaland hefur farið heldur betur vel af stað með Borussia Dortmund en hann kom inn af bekknum gegn Augsburg í dag.

Heimamenn í Augsburg leiddu 3-1 þegar Haaland var skipt inná fyrir bakvörðinn Lukasz Piszczek. Þremur mínútum síðar var hann búinn að minnka muninn eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho.

Sancho jafnaði leikinn skömmu síðar og ekki leið á löngu þar til Haaland skoraði aftur, í þetta sinn auðvelt mark eftir fullkominn undirbúning frá Thorgan Hazard.

Haaland var þó ekki búinn, því hann fullkomnaði þrennuna sína á 79. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus. Það tók hann því aðeins 23 mínútur að skora sína fyrstu þrennu í þýska boltanum, sem hlýtur einfaldlega að vera met.

Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg vegna meiðsla.

Augsburg 3 - 5 Borussia D.
1-0 Florian Niederlechner ('34 )
2-0 Marco Richter ('46 )
2-1 Julian Brandt ('49 )
3-1 Florian Niederlechner ('55 )
3-2 Erling Haland ('59 )
3-3 Jadon Sancho ('61 )
3-4 Erling Haland ('70 )
3-5 Erling Haland ('79 )

Eintracht Frankfurt hafði þá betur á útivelli gegn Hoffenheim á meðan Freiburg lagði Mainz að velli.

Werder Bremen sigraði Dusseldorf og þá hafði Köln betur gegn Wolfsburg.

Hoffenheim 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Bas Dost ('18 )
1-1 Kostas Stafylidis ('48 )
1-2 Timothy Chandler ('62 )

Fortuna Dusseldorf 0 - 1 Werder
0-1 Niklas Moisander ('67 )

Mainz 1 - 2 Freiburg
0-1 Chang-Hoon Kwon ('28 )
0-2 Nils Petersen ('41 )
1-2 Jean-Philippe Mateta ('82 )

Koln 3 - 1 Wolfsburg
1-0 Jhon Cordoba ('22 )
2-0 Jhon Cordoba ('45 )
3-0 Jonas Hector ('62 )
3-1 Renato Steffen ('66 )
Athugasemdir
banner
banner