Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 18. mars 2025 22:27
Kári Snorrason
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Srdjan Tufegdzic, Túfa, Þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Leikurinn breytist auðvitað eftir um hálftíma leiks þegar að Ögmundur fær rautt spjald og við fáum víti á okkur. Heilt yfir er ég ánægður með styrkinn í liðinu að lenda undir tvisvar í dag en koma í bæði skiptin til baka, í leiknum og í vítaspyrnukeppninni."

Undir lok fyrri hálfleiks varð Valur manni færri, lentu undir, komust svo yfir og vörðu víti.

„Þetta var eflaust mjög skemmtilegt fyrir fólkið í stúkunni. Ég sá rauða spjaldið ekki alveg nógu vel. Það þarf ekki að spá hvort þetta var rétt eða rangt. Þessi víti og rauðu spjöld slá ekki okkur út af laginu, við rísum upp og snúum leiknum við."

Túfa segir stöðuna á hópnum góða.

„Við erum ekkert endilega að leita, við erum samt á tánum. Við erum þannig klúbbur að ef það kemur leikmaður sem við teljum að geti styrkt hópinn, þá erum við klárir," segir Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner