Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 18. mars 2025 22:27
Kári Snorrason
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valur hafði betur gegn ÍR í undanúrslitum Lengjubikarsins fyrr í kvöld. Liðin skildu jöfn að eftir 90 mínútur en þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valur mætir Fylki í úrslitum næstkomandi laugardag. Srdjan Tufegdzic, Túfa, Þjálfari Vals mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  5 ÍR

„Leikurinn breytist auðvitað eftir um hálftíma leiks þegar að Ögmundur fær rautt spjald og við fáum víti á okkur. Heilt yfir er ég ánægður með styrkinn í liðinu að lenda undir tvisvar í dag en koma í bæði skiptin til baka, í leiknum og í vítaspyrnukeppninni."

Undir lok fyrri hálfleiks varð Valur manni færri, lentu undir, komust svo yfir og vörðu víti.

„Þetta var eflaust mjög skemmtilegt fyrir fólkið í stúkunni. Ég sá rauða spjaldið ekki alveg nógu vel. Það þarf ekki að spá hvort þetta var rétt eða rangt. Þessi víti og rauðu spjöld slá ekki okkur út af laginu, við rísum upp og snúum leiknum við."

Túfa segir stöðuna á hópnum góða.

„Við erum ekkert endilega að leita, við erum samt á tánum. Við erum þannig klúbbur að ef það kemur leikmaður sem við teljum að geti styrkt hópinn, þá erum við klárir," segir Túfa.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir