Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 18. apríl 2021 23:08
Aksentije Milisic
Stóru félögin yfirgefa félagssamband Evrópu
Þær fréttir voru að koma í hús að nú hafa stóru félögin tólf, sem hafa samþykkt að stofna og taka þátt í Ofurdeildinni, yfirgefið ECA félagssamband Evrópu. Þetta herma heimildir Sky Sports og það er Football.Italia sem greinir frá.

AC Milan, Arsenal , Atlético, Chelsea, Barcelona, Inter, Juventus, Liverpool, Man City, Man Utd, Real Madrid og Tottenham eru félögin og má búast við því að fleiri bætist við.

Margir fótboltaaðdáendur eru gráti nær og ætlar allt um koll að keyra á Twitter í kvöld. 18. apríl 2021 er dagurinn sem knattspyrnan dó endanlega, skrifa netverjar.

Jamie Carragher og Gary Neville hafa farið mikinn í dag og þá sérstaklega Neville, sem hefur látið félögin gjörsamlega heyra það.

Nú er það ljóst að félögin yfirgefa félagssambandið í Evrópu og virðist fátt ætla koma í veg fyrir það að þessi deild komist á fót. Florentino Perez vill hefja keppni strax í ágúst mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner