Halldór Orri Björnsson var bersýnilega mjög svekktur eftir 3-0 tap Stjörnunnar gegn Fylki í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins á heimavelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 3 Fylkir
Halldór Orri segir að jafnræði hafi verið meðal liðanna þar til Fylkismenn komust yfir með frábæru skoti frá Tómasi Þorsteinssyni og að hin tvö mörkin hafi komið þegar Stjarnan freistaði þess að jafna metin.
„Ég veit ekki hvort þetta var sanngjarnt, jújú. Við vorum ekkert spes í þessum leik. Áður en þeir skora þetta fyrsta mark fannst mér við vera búnir að spila fínt og markið líklegra til að koma okkar megin. Svo náum við ekki að svara því og þeir skora svo þegar við reynum að jafna metin í lokin. En ég veit ekki, þið verðið að meta hvort þetta var sanngjarnt eða ekki,“ sagði Halldór Orri.
„Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik og mér fannst við vera að spila vel, en spilið gekk ekki alveg nógu vel í seinni hálfleik. Ef við hefðum náð að jafna þetta hefði þetta orðið allt öðruvísi leikur.“
Þetta er virkilega svekkjandi, við ætlum alla leið í þessari keppni.“
Athugasemdir

























