Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   lau 18. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary gagnrýnir bæði dómaratríóið og upplegg Þórsara harkalega
Lengjudeildin
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott stig, við vildum fá þrjú en við tökum stigið," sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir jafntefli við Þór.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

Gagnrýnir upplegg Þórsara
„Þeir spiluðu 5-4-1 (leikkerfið) á heimavelli sem er algjörlega hryllilegt. Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik en gerðu annars ekkert. Þeir brutu endalaust allan leikinn og því tökum við stigið og förum heim með það," bætti Gary við. Fréttaritari spurði Gary nánar út í þessa gagnrýni á upplegg Þórsara.

„Hvernig geturu spilað 5-4-1 á heimavelli? Sumir segja að við spilum með fimm en við gerum það ekki. Við spilum 3-4-3. Þeir leggja upp með að ná í eitt stig á heimavelli sem er svívirðilegt og það sem þeir gerðu án bolta er brandari. Þú sérð hvað það voru mörg höfuðmeiðsli, það voru olnbogar á lofti."

Ósáttur með dómara leiksins
„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur."

Gary var spurður seinna í viðtalinu út í línuna í leiknum en Gary kvartaði mikið yfir því að Þórsararnir fengju að brjóta á sér án þess að dæmt væri á þá.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálflleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki. Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir."

Gary fékk að líta gula spjaldið undir lok leiks. Hver vegna var það?

„Ég spurði dómarinn spurningar. Ég held ég hafi spurt hann hvort línuvörðurinn ætlaði sér ekki að nota flaggið sitt og svo fæ ég gult spjald. Þetta er brandari. Ég var leiðinlegur við línuvörðinn líklegast allan leikinn og því var hann líklega búinn að fá nóg af því en þetta er brandari, viljið þið vinsamlegast nota flöggin ykkar og vinsamlegast flautaðu í flautuna," sagði Gary.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner