Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA var sæmilega ánægður með að fara með eitt stig úr leiknum í dag gegn Val. Valur og Þór/KA gerðu 0-0 jafntefli.
,,Bæði lið buðu ekki upp á nægilegan góðan leik fyrir áhorfendur. Ég hefði viljað sjá meiri gæði í leiknum, völlurinn var smá blautur. Við hefðum viljað halda boltanum betur innan liðsins. Mér fannst vera þreyta í báðum liðum og oft frekar mikið áhugaleysi," sagði Jóhann Kristinn sem fannst samt ágætis barátta í liðinu,
,,Mér fannst hinsvegar stelpurnar mínar berjast vel og vörðust markinu sínu vel. Valur fékk fín færi en við vorum að verjast ágætlega en ég hefði viljað sjá meiri gæði í leiknum," sagði Jóhann sem síðar í viðtalinu talaði um bikarvikuna sem framundan er hjá liðinu en Þór/KA tekur á móti Breiðablik í úrslitaleik bikarkeppninnar næsta laugardag.
Viðtalið í heild sinni er í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir

























