Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. ágúst 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern fær táning frá Celtic (Staðfest) - Cuisance kostar 10 milljónir
Cuisance kostar 10 milljónir evra.
Cuisance kostar 10 milljónir evra.
Mynd: Getty Images
FC Bayern er að klára að styrkja leikmannahóp sinn fyrir tímabilið en nokkrar viðvörunarbjöllur fóru af stað eftir 2-2 jafntefli gegn Hertha Berlin í fyrstu umferð.

Þetta var í fyrsta sinn sem Bayern mistókst að vinna opnunarleik sinn í deildinni síðan 2011-12, þegar Dortmund endaði á að hampa titlinum. Bayern hefur unnið deildina á hverju ári síðan.

Félagið er búið að staðfesta að Philippe Coutinho er á leiðinni á lánssamningi frá Barcelona og Mickaël Cuisance frá Borussia Mönchengladbach.

Cuisance er nýorðinn tvítugur og kostar 10 milljónir evra. Hann á 35 deildarleiki að baki fyrir meistaraflokk M'gladbach og 54 leiki fyrir yngri landslið Frakka. Hann spilar sem miðjumaður og er búinn að standast læknisskoðun en félagið hefur ekki kynnt hann opinberlega.

Það er þó búið að kynna komu táningsins Liam Morrison frá Celtic. Morrison er 16 ára varnarmaður og var eftirsóttur af helstu félögum Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner