Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 18. ágúst 2019 20:09
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Búnir að vinna fyrir því
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK gerði ágæta ferð til Grindavíkur og sótti eitt stig í hendur fallbaráttuliðs Grindavíkur.

HK komst yfir með marki Atla Arnarssonar úr vítaspyrnu sem dæmd var á Grindavík eftir brot á Birki Val Jónssyni en áður en yfir lauk jafnaði Grindavík með marki frá Stefan Alexander Ljubicic.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 HK

„Þannig séð ósáttur með úrslitin. Í sjálfu sér ekki slæmt að koma hingað og ná jafntefli en ósáttur með úrslitin eftir að hafa leitt leikinn og getað komist í 2-0 fljótlega eftir að við skorum 1-0 og fáum bara ágætis möguleika og færi til þess að vinna leikinn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

HK hefur komið verulega á óvart með leik sínum í sumar og sat fyrir leiki dagsins í 4.sæti deildarinnar. Hefði Brynjar ekki tekið því fegins hendi fyrir mót?

„Já já hvar sem maður hefði verið settur fyrir tímabilið og hvar sem maður er núna skiptir ekki máli. Við erum búnir að vinna fyrir því að vera í 4,sæti það er kannski það sem skiptir máli og við erum ennþá að leggja hart að okkur og gera eins vel og við mögulega getum.“

Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner