Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ætlaði að hætta eftir leikinn á Wembley - „Hann náði að sannfæra mig"
Icelandair
Ari Freyr Skúlason eftir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni
Ari Freyr Skúlason eftir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni
Mynd: Getty Images
Reyna hjálpa honum og liðinu
Reyna hjálpa honum og liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég vil reyna að njóta síðustu árana á ferlinum með fjölskyldunni líka
Ég vil reyna að njóta síðustu árana á ferlinum með fjölskyldunni líka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera bubblandi í hausnum á mér og ég var eiginlega búin að taka þessa ákvörðun eftir Þjóðadeildina í fyrra," sagði Ari Freyr Skúlason sem lagði landsliðsskóna á hilluna í vikunni.

Ari er 34 ára og hefur síðasta tæpa áratug spilað sem vinstri bakvörður. Á ferlinum lék hann 83 landsleiki.

Arnar plataði Ara til að taka eina keppni í viðbót
„Arnar Þór Viðarsson talaði svo við mig eftir þá keppni, hann var einn af þeim fáu sem vissu að ég ætlaði að hætta. Hann plataði mig í að taka þessa undankeppni, reyna hjálpa honum og liðinu. Ég samþykkti það."

„Maður er með þrjú börn, vill lengja ferilinn og þetta er álag sem kannski ekki margir taka eftir en maður er í burtu í 70-80 daga á ári með landsliðinu. Ég vil reyna að njóta síðustu árana á ferlinum með fjölskyldunni líka."


Hefur fulla trú á þessu liði í framtíðinni
Það voru margir sem giskuðu á að leikurinn gegn Englandi hefði verið þín síðasta stund með landsliðinu. Var erfitt fyrir Arnar að sannfæra þig?

Sjá einnig:
Ari um Wembley: Allar tilfinningarnar komu fram þarna

„Arnar þekkir mig það vel frá okkar tíma í Lokeren, við bjuggum ekki svo langt frá hvor öðrum. Hann náði að sannfæra mig og taka þennan slag því hann vissi að það væri uppbygging í gangi sem er skiljanlegt eftir að hafa spilað nánast á sama liðinu í tíu ár í landsliðinu. Hann náði að sannfæra mig."

„Þetta var krefjandi ár og allt það og ég finn að það er kominn tími á þessa ungu stráka, margir mjög flottir, að stíga sín fyrstu skref og árið mjög lærdómsríkt. Ég hef fulla trú á þessu liði í framtíðinni."


Skilur Kára, Hannes og Birki Má
Ari varð fjórði reynslumikli leikmaðurinn til að leggja landsliðsskóna á hilluna á þessu ári. Áður höfðu þeir Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson lagt landsliðsskóna á hilluna.

Ræðið þið þetta eitthvað innbyrðis á árinu?

„Já, þetta var alveg búið að koma upp hjá okkur. Ég vissi ekki alveg nákvæmlega með Hannes hvenær hann ætlaði að hætta en eins og Kári er búinn að fórna hnénu sínu í ég veit ekki hversu marga leiki - búinn að gera frábærlega. Maður skilur þá alveg, Birkir Már, Kári og Hannes, þeir eru komnir á þann aldur."

„Ég er kannski yngri en þeir en þetta er bara ákvörðun sem er mikilvæg fyrir mína framtíð. Ég vil spila eins lengi og ég get á því „leveli" sem ég er á núna,"
sagði Ari Freyr sem spilar með Norrköping í Svíþjóð.

Nánar var rætt við Ara og er viðtalið í alls þremur hlutum.
Athugasemdir
banner
banner
banner