Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   sun 20. desember 2020 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari um Wembley: Allar tilfinningarnar komu fram þarna
Icelandair
Ari sat lengi á Wembley eftir að leik lauk gegn Englandi.
Ari sat lengi á Wembley eftir að leik lauk gegn Englandi.
Mynd: Getty Images
Ari Freyr Skúlason sat eftir einn á vellinum þegar Ísland hafði lokið leik gegn Englandi á Wembley í síðasta mánuði.

Ari lék allan leikinn gegn Englandi sem var hans 77. landsleikur. Mögulega var það hans síðasti landsleikur.

Ari, sem hefur verið mikilvægur í góðum árangri Íslands undanfarin ár, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Þar var hann spurður út í stundina á Wembley.

„Ég er ekkert búinn að taka neina ákvörðun. Allar tilfinningarnar komu fram þarna, það var erfitt að lýsa þessu. Þetta var einhvern veginn ömurlegt. Við töpuðum fyrir Englendingum í skítaleik, við töpuðum fyrir Dönum og við töpuðum mikilvægasta leiknum (gegn Ungverjalandi). Maður var búinn að halda sér sterkum í sjö daga fyrir þessa tvo leiki. Það var svekkjandi að komast á EM," sagði Ari Freyr.

Undankeppnin fyrir HM 2022 fer fram á næsta ári. Við erum þar í riðli með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein.

„Það eru klárlega möguleikar, en það er bara eitt lið sem fer beint áfram og eitt lið sem fer í umspil. Þessi umspil eru ekki auðveld," sagði Ari.

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Jólaþáttur: Ari Freyr og Heimir Guðjóns
Athugasemdir
banner
banner
banner