Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. janúar 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Við ætlum að reyna við þann stóra
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Barkarson og Ingvar Jónsson voru kynntir til leiks hjá Víkingi í gær.
Atli Barkarson og Ingvar Jónsson voru kynntir til leiks hjá Víkingi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er heimavöllur hamingjunnar," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að tveir leikmenn voru kynntir til leiks hjá félaginu í gær.

Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Ingvar Jónsson og Atli Barkarson eru gengnir til liðs við félagið. Þeir gerðu báðir samning til þriggja ára við félagið.

Ingvar ættu allir landsmenn að þekkja en hann er þrítugur hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin ár þar sem hann hefur spilað átta leiki. Hann var síðast í landsliðshópnum í október þegar Ísland mætti heimsmeisturum Frakka og Andorra í undankeppni EM2020.

Ingvar yfirgaf danska félagið Viborg þegar samningur hans við félagið rann út um áramótin en hann hafði staðfest við Fótbolta.net í október að hann hafi rætt við íslensk félög. Hann var meðal annars orðaður við FH en Víkingur hreppti hann í gær.

Atli Barkarson er 19 ára gamall og kemur frá Fredrikstad í Noregi. Hann er uppalinn hjá Völsungi en fór 16 ára gamall til Norwich á Englandi þar sem hann spilaði með unglingaliðum í tvö ár.

Hann er vinstri bakvörður og hefur spilað 29 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.

„Draumurinn minn var að halda sama hóp og í fyrra og bæta ofan á það. Það eru nokkar líkur á að við náum að landa svipuðum hóp. En að bæta við Helga Guðjónssyni, sem var markahæstur í Inkasso, efnilegasta varnarmanninum og landsliðsmarkverði - það er ákveðin yfirlýsing."

Víkingur varð bikarmeistari og hafnaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra. Arnar segir að nú sé markmiðið að vinna þann stóra; Íslandsmeistaratitilinn.

„Við ætlum að reyna við þann stóra. Við erum með gott lið, góða blöndu. Þú þarft líka að hafa heppnina með þér og hafa menn heila. Gömlu karlarnir líta vel út núna og Sölvi (Geir Ottesen) er meira að segja að fara að spila hálfleik á eftir."

Eins og Ferguson gerði þetta í gamla daga
Arnar telur að það sé mikilvægt að fá inn nýja leikmenn þó það hafi gengið nokkuð vel á síðasta ári.

Það eru til staðar leikmenn í þeim stöðum sem Ingvar og Atli spila í, en Arnar með að það sé samkeppni innan hópsins.

„Doddi (Þórður Ingason) stóð sig frábærlega á síðasta tímabili og þetta verður samkeppni milli þeirra. Það var hugmyndin með að fá Atla og Helga líka, að auka samkeppni í liðinu. Ferguson gerði þetta í gamla daga, hann fékk alltaf inn leikmenn eftir að það unnust titlar - hann fór ekkert í frí."

Atli er hugsaður sem vinstri bakvörður. Það kom Arnari á óvart hversu þroskaður hann er. „Hann er gömul sál í ungum skrokki. Hann hefur allt til brunns að bera til að ná langt."

„Það er bara svo frábært að geta haldið sama hópi, sem hefur ekki gerst í Víkinni í háa herrans tíð, og byggja ofan á hann. Mér finnst eitthvað mjög spennandi við það. En þá verða kröfurnar meiri, en núna er bara krafan þannig að reyna að vinna hvern einasta leik og sjá hverju það skilar okkur," sagði Arnar, en viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Íslenski boltinn - Stór yfirlýsing frá Víkingi
Athugasemdir
banner
banner