Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   sun 19. mars 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía í dag - Slagurinn um Róm og erkifjendur mætast í Mílanó
Mynd: EPA
Fimm leikir eru spilaðir í Seríu A á Ítalíu í dag. Erkifjendurnir, Inter og Juventus, mætast á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó.

Topplið Napoli heimsækir Torino klukkan 14:00. Napoli er komið með nokkra fingur á bikarinn. Napoli er með átján stiga forystu á Inter.

Borgarslagurinn um Róm hefst klukkan 17:00. Lazio hefur verið á þvílíku skriði í deildinni og er í 3. sæti með 49 stig en Roma er ekki langt undan. Roma er í 5. sætinu með 47 stig og því mikið undir í þessum leik í Evrópubaráttunni.

Erkifjendurnir Inter og Juventus mætast svo í lokaleik dagsins í Mílanó. Mikill fjandskapur er á milli stuðningsmanna þessara liða og má búast við alvöru stemningu á leiknum. Inter er í öðru sæti með 50 stig en Juventus í 7. sæti með 38 stig.

Leikir dagsins:
11:30 Sampdoria - Verona
14:00 Torino - Napoli
14:00 Fiorentina - Lecce
17:00 Lazio - Roma
19:45 Inter - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner