Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 19. maí 2019 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Dramatíkin allsráðandi í Eyjum
Glenn jafnaði fyrir ÍBV undir lokin.
Glenn jafnaði fyrir ÍBV undir lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að klára leikinn. Þeir lentu í sömu stöðu gegn FH og endaði sá leikur einnig 1-1.
Víkingar eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að klára leikinn. Þeir lentu í sömu stöðu gegn FH og endaði sá leikur einnig 1-1.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Rick Ten Voorde skoraði af vítapunktinum fyrir Víkinga.
Rick Ten Voorde skoraði af vítapunktinum fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 1 Víkingur R.
0-1 Rick Ten Voorde ('71 , víti)
1-1 Jonathan Ricardo Glenn ('92 )
Rautt spjald:Felix Örn Friðriksson , ÍBV ('70)
Lestu nánar um leikinn

ÍBV og Víkingur R. mættust í fyrsta leik fimmtu umferðar Pepsi Max-deildar karla í dag.

ÍBV var mikið betri aðilinn í upphafi leiks og hafði skapað bestu hálfsénsana en ekkert afgerandi færi. Víkingur endaði hins vegar fyrri hálfleikinn betur og skapaði tvö stórhættuleg færi undir lok hans.

Í seinni hálfleik, nánar tiltekið á 70. mínútu, dró heldur betur til tíðinda þegar Helgi Mikael dómari dæmdi vítaspyrnu fyrir gestina úr höfuðborginni. Þar að auki reif hann upp rauða spjaldið á Felix Örn Friðriksson, varnarmann ÍBV.


Hollendingurinn Rick Ten Voorde fór á vítapunktinn og skoraði af miklu öryggi. Staðan 1-0 fyrir Víking gegn tíu Eyjamönnum.

Þessir tíu Eyjamenn gáfust þó ekki upp og tókst þeim að jafna í uppbótartímanum. Það gerði Jonathan Glenn. „Frábært mark! Breki með fasta sendingu og skallinn góður hjá Glenn! 1-1!!!" sagði Daníel Geir Moritz í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og niðurstaðan því 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum. Víkingar klóra sig eflaust í handabökin að hafa ekki náð að landa þessum sigri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist við Víkinga einum fleiri. Þetta gerðist einn gegn FH fyrr á þessu tímabili þar sem FH jafnaði í 1-1 einum færri.

Hvað þýða þessi úrslit?
ÍBV er á botni deildarinnar með tvö stig úr fimm leikjum. Víkingur er í sætinu fyrir ofan með þrjú stig. Bæði lið eiga eftir að vinna leik.

Það er einn leikur í gangi núna og einn leikur á eftir í Pepsi Max-deildinni.

Beinar textalýsingar:
16:00 ÍBV - Víkingur
17:00 Stjarnan - KA
19:15 Breiðablik - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner