Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Viðtal við Lárus Orra
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Óskar Hrafn
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
   mán 19. júlí 2021 22:55
Atli Arason
Siggi Raggi: Algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar af þjálfurum Keflavíkur, var vissulega svekktur eftir 1-2 tapið gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„Það er fúlt að tapa þessum leik. Ég held það hafi verið algjör óþarfi hjá okkur að tapa þessu,“ sagði Siggi Raggi í viðtali eftir leik.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér. Við spiluðum vörnina mjög vel og þeir fá enginn færi finnst mér í fyrri hálfleiknum nema eitthvað eitt langskot sem Sindri ver.“

„Víkingarnir eru með hörku lið og þeir ná að þrýsta okkur til baka, það er erfitt að eiga við þá og það eru geggjuð einstaklingsgæði í þessu liði.“

Víkingum gekk vel að halda Keflvíkingum frá boltanum í leiknum í kvöld og fengu að stýra tempóinu lengst af.
„Við vildum stíga framar á móti þeim sem við gerðum en svo í seinni hálfleik, þegar menn eru orðnir þreyttir, þá er þeim oft þrýst til baka þegar hitt liðið er að sækja mark og taka áhættu í sínum leik. Það er það sem gerðist í dag. Þeir settu náttúrlega inn mjög góða leikmenn líka sem að komu sterkt inn og eiga þátt í öðru markinu ef ekki báðum,“ svaraði Siggi Raggi aðspurður um uppleggið hjá Keflvíkingum fyrir leik.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan en Siggi ræðir einnig um leikmanna markaðinn stöðuna á Rúnari Þór Sigurgeirssyni.
Athugasemdir
banner