Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 19. júlí 2023 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna
Þurfum að vera miklu öruggari og með hærra sjálfstraust
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er frábær varnarmaður
Ég er frábær varnarmaður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mjög vel, mjög spenntur fyrir leiknum og tími fyrir okkur að sýna hvað við getum. Við þurfum að vera miklu öruggari og vera með hærra sjálfstraust en í síðasta leik. Við vorum hræddir fannst mér einhvern veginn, vildi enginn vera með boltann eða fá boltann í svæði undir pressu. Því þurfum við að breyta," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er seinni leikur liðsins gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildinni. Lettneska liðið leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn.

Það vakti athygli að Birnir var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.

„Ég var himinlifandi... Nei, auðvitað er maður ekki sáttur en ég skildi ástæðuna og ég sá alveg hvað við vorum að leggja upp með. Í byrjun ertu alveg brjálaður en svo ferðu að hugsa aðeins út í þetta, þá hugsaru um að koma inn á með krafti."

Arnar valdi annan kost í stað Birnis og sagði varnarhliðina hafa verið ástæðuna fyrir valinu. Er Birnir ekki nægilega góður varnarmaður?

„Ég er frábær varnarmaður, enda í bakverðinum þegar ég er orðinn eldri," sagði Birnir og leit á Loga Tómasson við hlið sér.

Birnir hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. „Það hefur gengið vel, það er stutt á milli í fótbolta. Ef þú ert með sjálfstraustið í botni þá getur allt gerst. Það sem mér fannst mikilvægt fyrir mig var að koma inn mörkum nokkra leiki í röð. Þá fer sjálfstraustið í botn og þá byrjar boltinn að rúlla," sagði Birnir.

Í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir Birnir um samningsmál sín.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner