Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
banner
   mið 19. júlí 2023 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Ingason: Auðvitað var ég ekki sáttur en ég skildi ástæðuna
Þurfum að vera miklu öruggari og með hærra sjálfstraust
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Þá fer sjálfstraustið í botn og boltinn byrjar að rúlla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er frábær varnarmaður
Ég er frábær varnarmaður
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mjög vel, mjög spenntur fyrir leiknum og tími fyrir okkur að sýna hvað við getum. Við þurfum að vera miklu öruggari og vera með hærra sjálfstraust en í síðasta leik. Við vorum hræddir fannst mér einhvern veginn, vildi enginn vera með boltann eða fá boltann í svæði undir pressu. Því þurfum við að breyta," sagði Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net í dag.

Framundan er seinni leikur liðsins gegn Riga í forkeppni Sambandsdeildinni. Lettneska liðið leiðir 2-0 eftir fyrri leikinn.

Það vakti athygli að Birnir var ekki í byrjunarliðinu í fyrri leiknum.

„Ég var himinlifandi... Nei, auðvitað er maður ekki sáttur en ég skildi ástæðuna og ég sá alveg hvað við vorum að leggja upp með. Í byrjun ertu alveg brjálaður en svo ferðu að hugsa aðeins út í þetta, þá hugsaru um að koma inn á með krafti."

Arnar valdi annan kost í stað Birnis og sagði varnarhliðina hafa verið ástæðuna fyrir valinu. Er Birnir ekki nægilega góður varnarmaður?

„Ég er frábær varnarmaður, enda í bakverðinum þegar ég er orðinn eldri," sagði Birnir og leit á Loga Tómasson við hlið sér.

Birnir hefur verið einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa. „Það hefur gengið vel, það er stutt á milli í fótbolta. Ef þú ert með sjálfstraustið í botni þá getur allt gerst. Það sem mér fannst mikilvægt fyrir mig var að koma inn mörkum nokkra leiki í röð. Þá fer sjálfstraustið í botn og þá byrjar boltinn að rúlla," sagði Birnir.

Í lok viðtals, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir Birnir um samningsmál sín.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner