Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 19. september 2020 09:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pjaca og Zappacosta til Genoa (Staðfest)
Hvorki Zappacosta né Willian leika með Chelsea á þessu tímabili.
Hvorki Zappacosta né Willian leika með Chelsea á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Davide Zappacosta er genginn í raðir Genoa á eins árs lánssamningi frá Chelsea. Zappacosta er 28 ára gamall bakvörður sem var ekki inn í myndinni hjá Frank Lampard stjóra Chelsea.

Ítalski landsliðsmaðurinn gekk í raðir Chelsea árið 2017 og á síðustu leiktíð var hann að láni hjá Roma í Serie A.

Genoa hefur einnig fengið Marko Pjaca, 25 ára gamlan króatískan vængmann, að láni frá Juventus. Pjaca gekk í raðir Juve árið 2016 en hefur ekki náð að stimpla sig inn í aðalliðið frá komu sinni.

Serían byrjar í dag með tveimur leikjum en Genoa á leik á morgun gegn Napoli.



Athugasemdir
banner
banner