Heimild: blikar.is
„Hvað varð um liðið?“ er fyrirsögnin á umfjöllun stuðningsmannasíðunnar blikar.is þar sem fjallað er um 0-2 tap Breiðabliks gegn FH á sunnudaginn.
Breiðablik hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum, sá sigur kom gegn botnliði Keflavíkur. Eins og fjallað var um í Innkastinu í gær er skyndilega hætta á að Breiðablik nái ekki Evrópusæti fyrir næsta tímabil, ef gengi liðsins heldur áfram í þessa átt.
Breiðablik hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum, sá sigur kom gegn botnliði Keflavíkur. Eins og fjallað var um í Innkastinu í gær er skyndilega hætta á að Breiðablik nái ekki Evrópusæti fyrir næsta tímabil, ef gengi liðsins heldur áfram í þessa átt.
„Allt of margir leikmenn voru gersamlega heillum horfnir á löngum köflum og gerðu sig seka um barnaleg mistök," segir í umfjöllun Blikasíðunnar og talað um að liðsheildin hafi ekki verið til staðar.
„Það vantaði sem sagt alla grimmd í okkar menn. Þetta verða menn að gera svo vel að laga fyrir næst leik. Það verður nefnilega minna gaman fyrir alla í þessari riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA ef við gerum í buxurnar hérna heima."
Stuðningsmenn nenna bara á Evrópuleiki
Mæting stuðningsmanna Breiðabliks á leiki Bestu deildarinnar hefur einnig hrapað.
„Áhorfendur ekki ýkja margir miðað við mikilvægi leiksins og mætti halda að Kópavogsbúar nenni ekki lengur á völlinn nema á Evrópuleiki og það er sorglegt, því ekki veitir okkar mönnum af góðum stuðningi. Hann eiga þeir sannarlega skilið," segir á blikar.is.
Á fimmtudag heimsækja Blikar lið Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika talaði um það eftir tapið gegn FH að það væri eins og menn hefðu algjörlega misst hugann frá Íslandsmótinu eftir að sæti í riðlakeppni var tryggt.
„Það er alveg ljóst að í þessum leik vantaði ákveðinn drifkraft, vantaði ákveðna ástríðu sem hefur einkennt Blikaliðið og það er eitthvað sem við þurfum að finna aftur. Mér finnst hafa slökknað á þessu eftir að við tryggðum okkur inn í riðlakeppnina, það er eins og menn séu orðnir saddir," sagði Óskar.
„Við þurfum að vera býsna flatir ef við finnum ekki ástríðinu þar í Tel Aviv á móti Maccabi. Við þurfum að finna þennan sameiginlega streng og þegar við finnum hann verðum við sterkari, eftir að hafa gengið í gegnum þetta sem við erum að ganga í gegnum núna."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir