Evrópumeistarar Real Madrid hafa sett saman svakalegt lið á síðustu árum og í sumar bættist stórstjarnan Kylian Mbappe í hópinn.
En draumurinn hjá félaginu er núna að bæta við þremur stjörnum úr ensku úrvalsdeildinni í hópinn.
En draumurinn hjá félaginu er núna að bæta við þremur stjörnum úr ensku úrvalsdeildinni í hópinn.
Samkvæmt Independent eru Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool, William Saliba hjá Arsenal og Rodri hjá Manchester City á óskalistanum.
Hinn 25 ára gamli Alexander-Arnold er einn besti hægri bakvörður í heimi og er hann hugsaður sem arftaki fyrir Dani Carvajal. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Saliba er einn besti miðvörður í heimi og lítur Real á hann sem framtíðina í liðinu sínu. Rodri er þá líklega besti djúpi miðjumaður í heimi.
Ef Real tekst að ná í þessa þrjá leikmenn, þá verður erfitt að stoppa þeirra lið.
Athugasemdir